jah såh, huset

og júróvisjón og kongelige brúðkaupið.  Við hin sjónvarpslausu sitjum samt og gónum á allt mögulegt í tölllunni.  Laugardagurinn var svakalegur, fyrst konunglegt brúðkaup með sofandi prinsum og uppstríluðum kellingum, við sátum undir þessu og sungum sálmana fullum hálsi (50-60 vers hver sálmur, textinn á sjónvarpsskjánum) og ég hamaðist við að prjóna peysu í takt.  Er sko núna búin með framstykkið á röndóttu peysunni sem ég byrjaði á í flugvélinni og komin upp á herðablöð á bakstykkinu.

Svo kom júróvisjón, dásamlegt hvað hægt er að skemmta sér á margan hátt yfir þessu sjónvarpsefni.  Horfðum á "streit" útsendingu frá Belgrad, ekki hægt að sjá rúv-útsendinguna með íslensku rausi á netinu grautfúlt.  En mein gott hvað er hægt að hlæja endalaust að kynnunum að rembast við að vera fyndnir fyrir framan heimsbyggðina á klaufalegri ensku (best þegar daman endaði allar fyndnu setningarnar sínar á vandræðalegu hláturjarmi).  Svo er fátt betra en falskir söngvarar, þá er sko hlegið dátt í Lindeparken.  Við hjónin erum reyndar ekki alltaf sammála um hallærisleika búninganna, ég reyni að halda því fram að hin og þessi söngkonan kæmi betur út með minna hold sýnilegt, en karlmaðurinn á heimilinu skilur ekki þannig rök.  Og Serbarnir fara á kostum með rosa flottu kamerurnar sem þeir fengu lánaðar hjá ég man ekki hvaða ríka landi og sveifla þeim um allt svið þannig að ég verð sjóveik úff.  Stigagjöfin er svo langbesta skemmtiatriðið mwahahahaha.  Helv.. austantjaldsþjóðirnar gefa bara hver annarri stig, ekkert nema klíkuskapur, pú á austurevrópu.  Jájá en við skulum samt gefa Dönum 12 stig í skiptum fyrir 12 stig frá þeim.  (viðurkenni að það er að hluta til undarlegri skyldurækni og þjóðernisstolti okkar Ágústar að kenna að Danir gáfu Íslandi svona mörg stig, ekki það að okkur hafi fundist lagið svona æðislegt heldur er bara svo niðurlægjandi að detta út úr keppninni...)

Meeeen skiptum nú yfir í húsið.  Ég er að verða búin að rannsaka allt húsið, kíkja í flesta skápa og svoleiðis.  Hef reyndar ekki enn kíkt í útigeymsluna...  Sólbaðsaðstaðan í garðinum fær 10+, ég er farin að afgrænka töluvert og alls konar undarleg stuttbuxna- og íþróttabolaför frá því í fyrra farin að skjóta upp kollinum.  Húsið er reyndar fullstórt fyrir mig eins og er.  Svefnherbergið er í öðrum endanum og eldhúsið í hinum, og súkkulaðið er geymt í fjar-enda eldhússins, úff.  Og það er bara nó kidding hvað er erfitt fyrir mig að labba langar leiðir, æ mig auma.  Í þessum sama súkkulaðienda er flygillinn (í stofunni samt, ekki eldhúsinu) og við Ágúst gerðum hljóðbærnitilraun í gær.  Hún fór þannig fram að ég labbaði inn í svefnherbergi og lokaði öllum hurðum á eftir mér og Ágúst lofaði að hamast á flyglinum eins og hann ætti lífið að leysa.  Mér fannst samt hálfbjánalegt að hann skyldi svo aldrei byrja að spila.  Þegar ég sperrti eyrun eins og ég gat heyrði ég samt einn og einn daufan tón, m.ö.o. það heyrist ekki rass inn í svefnherbergi úr stofunni.  Draumahús tónlistarmanna eða hvað!!

Það er auðvitað ýmislegt sem við þurfum að gera fyrir húsið en flest af því getur beðið síns tíma í rólegheitum án þess að geðheilsa okkar hjóna beri varanlegan skaða af.  T.d. þarf helst að rífa innbyggða skápa út úr svefnherberginu svo barnarúmið komist fyrir, en það er samt alveg pláss fyrir vögguna svo þarf ekkert lífsnauðsynlega fyrr en krakkagreyið stækkar soldið.  Já svo væri ágætt ef það væri pláss fyrir gest í gestaherberginu (sem er í augnablikinu gluggalaus geymsla full af innbyggðum ljótum skápum og frystikistum) en sama krakkagrey er alveg til í að lána herbergið sitt svona framan af.  Og gvöð minn góður það þarf að mála alla veggi, en ef við pössum bara að setja stærri mynd á hvern nagla en var þar fyrir, þá er það ekkert svo agalega áberandi...

Ókei ég viðurkenni að helst mundi ég vilja gera þetta allt í hvelli, en ég get notla ekki gert nokkurn skapaðan hlut sjálf og hananú.  Gerum þetta bara þegar ég er komin í stand svo ég geti verið með en missi ekki bara vitið.  Ég lét Ágúst t.d. reyta illgresið úr stéttinni í gær (þ.á.m. metraháan þistil eða njóla eða vottever sem ætlaði inn um stofugluggann) og freistaðist sjálf til að plokka einhverjar plöntur sem ég kann engin skil á úr grasinu, en það ásamt því að brölta um í sólbaði og hérna innanhúss dugði til þess að ég var með hérumbil samfellda samdrætti allt júróvisjón (Ágúst getur algjörlega vottað það því ég kvartaði stanslaust).  Semsagt get ekki neitt (var ég búin að segja það og kvarta yfir því? Áskil mér að sjálfsögðu rétt til að kvarta endalaust á míns eigins bloggi Tounge, getið bara lesið það hraðar).  Nema ég get aldeilis prjónað, finnst bara að ég hljóti að vera geðbiluð að prjóna þykka og hlýja peysu úr ull á barnið í þessu hitabeltislandi!

Held áfram að prjóna núna svo peysan verði pottþétt tilbúin í tæka tíð (stærð 1 árs), yfir og út.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ. Gaman að lesa. Bið að heilsa Ukkur öllum.

E-Z

Einar Clausen (IP-tala skráð) 26.5.2008 kl. 10:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband