Óforsvaranlegt

Ég ætla ekki að segja nokkrum manni hvað ég er búin að sofa mikið í dag.  Hins vegar kemur það út eins og ég hafi verið þvílíkt dugleg ef ég tilkynni að ég hafi farið í ræktina og sund og jóga (hljómar verr ef fattast að ég gerði ekkert annað fyrir utan að sofa).

En aðeins skemmtilegra, fór á Cosi fan tutte hjá óperustúdíóinu á sunnudagskvöld, rosa flott! Þau sem ég þekki sungu auðvitað best (Solla Sam, Stóní nobbi og Þorri) en hin voru "samt" líka ferlega flott.  Var reyndar ekki alveg að kaupa búningana hjá kórnum (tjull utan á gamlar dragtir, hnífapör utaná hermannabúninga) og löngu komin með ógeð á svona orgíu-lífmassa-hóphreyfingum (fattar einhver hvað ég meina?) jakkedíjakk.  Dásamlega glyðruleg Despina (æ man ekki hvað hún heitir)átti salinn og það spillir alls ekki fyrir Þorra að vera höfðinu hærri en meðalmaðurinn í svona hlutverki, alltaf flottur!  Solla fannst mér nú flottust raddlega, syngur alltaf yndislega stúlkukindin.

En farin að éta á Vegamótum með Dagbjörtu og man ekki hverjum, allar klær úti að snapa sér matarhittinga greinilega! Blush


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

jámm, fatta og sammála. Euw!

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 9.4.2008 kl. 09:12

2 Smámynd: Þóra Ingvarsdóttir

Það gleður mig ósegjanlega að heyra að hún Unnur mín sem ég hef þekkt frá því hún var saklaust fermingarbarn hafi verið svona skemmtilega glyðruleg Despina, ég hlakka til að sjá þau í næstu viku!

Ég hefði síðan gaman af að vita hvort þú stefnir á að vera vakandi nógu lengi í einu á næstunni til að ég geti borið þig augum áður en þú ferð til dejlige Danmark? Gæti svosem komið og horft á þig í svefni ef þú treystir þér ekki til að vaka nógu lengi; en það væri örugglega skemmtilegra ef þú værir vakandi. Get líka komið með kartöflusmákökur sem ég fann óvart upp, ef þú tekur matarmútum?

=Þ. 

Þóra Ingvarsdóttir, 9.4.2008 kl. 21:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband