Afturfætur 2 - Haukur hetja

Haukur bróðir fékk brunasár í eyrun þegar ég útskýrði stöðuna fyrir honum því það byrjaði að rjúka svo mikið úr eyrunum, hann sagðist bara mæta og redda þessu no problemo...  Hann mætti því eins og til stóð um miðja nótt, reyndar töskulaus því taskan (sem var aðallega full af dóti frá okkur, hann millilenti í Kastrup á leið til Brussel á fund og ferjaði út tösku fyrir okkur og geymdi á Kastrup) læstist inni á Kastrup af því að fluginu hans frá Brussel seinkaði, Danir fara svo snemma í háttinn.

Allavegana er hann að reyna að redda einhverju skammtímaláni t.a. dekka útborgunina svo að húseigandinn fáist til að hleypa okkur inn!  Erum nógu bjartsýn til að vera búin að tékka okkur út af vandræðaheimilinu og færa okkur yfir í setustofuna (svaka munur), sitjum þar þrjú með tölvurnar að nördast og skiptumst á að nota innstungurnar tvær sem finnast í húsinu, er styttra síðan rafmagn var fundið upp í Danmörku en annars staðar?

M.a.s. búið að finna dreng í Köben sem ætlar að skjótast út á Kastrup og senda töskuna til Horsens svo Haukur þurfi ekki að vera í jakkafötunum það sem eftir er.

Nú og einar magnaðar fréttir, Ágúst hefur hafið innreið sína á msn-lendur (agusagu@yahoo.com) og svo minnist ég þess að hafa þekkt miklu fleiri á msn í gamla daga áður en tölvan mín hrundi síðast, viljiði kannski adda mér (laraegg@yahoo.com) ef þið nennið að tala við mig? Mér leiðist.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er nú orðið eins og í bíómynd. Þetta væri kannski skemmtileg bíómynd en ég fæ alveg reiðihnút í magann ykkur til samlætis yfir þessu öllu saman. Kýs að túlka fjarveru þína á msn þannig að það sé eitthvað gott að gerast. Ef ekki á McDonalds þá á nýja heimilinu.

Dagbjört (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 12:58

2 identicon

Þið hljótið að komast á framfæturna hvað úr hverju  

Sibba (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 13:26

3 identicon

Elsku frænka, ég vona að þetta fari nú allt að ganga hjá ykkur, mamma mía...

Luv, Kata 

Katrín Jónsdóttir (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 12:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband