Útskriftartónleikar Ágústar og í leiðinni kveðjuhóf Danmerkurfara

Kæru ættingjar og vinir
Eins og mörg ykkar vita hefur Ágúst minn ektamaður verið að stunda nám í einleiksáfanga á orgel við Tónskóla Þjóðkirkjunnar í vetur en þeim lýkur með prófi í formi útskriftartónleika.  Upphaflega stóð til að hann lyki þessu prófi í maí en þar sem hann er nokkuð skyndilega á leið til sérnáms í Danmörku - og byrjar þar að vinna 1. apríl - verður hann að ljúka þessu nú í mars.
Tónleikarnir verða þann 22. mars nk. kl. 17.30 (laugardaginn fyrir Páska) í Hallgrímskirkju.  Aðgangur er ókeypis og takið endilega með alla þá gesti sem hefðu áhuga. Efnisskráin er vægast sagt glæsileg og mikið fjör að fylgjast með drengnum, ég held að hann slái jafnvel undirritaðri við í fótafimi.
Eftir tónleikana hans Ágústar verður smá móttaka í sal kirkjunnar og þar fögnum við bæði glæsilegum tónleikum og kveðjum þá sem mæta.  (Ég sjálf er þó ekki alfarin fyrr en 20. maí en skrepp samt út með Ágústi 25. mars til að sýna honum húsið sem ég keypti handa honum og taka á móti gámnum)
Okkur þætti vænt um að sjá ykkur sem flest.
Kær kveðja,
Lára og Ágúst

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

hehe, meira en líklegt að ég kíki, en pósthópurinn þinn þarf eiginlega að læra að svara svona bréfum ekki með Reply to all...

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 20.3.2008 kl. 00:33

2 identicon

Til hamingju með ektamakann með toppeinkunn. Ég sat einmitt við hliðina á Marteini sem var í mestu vandræðum hvað hann ætti að skrifa. Það er alltaf frábært að heyra Duruflé, sérstaklega þegar hann er svona vel fluttur. Góða ferð út.

Maggi (IP-tala skráð) 22.3.2008 kl. 21:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband