Alltaf í boltanum...

Labbaði inn í stofuna hjá Óskari og Unu (þar sem ég gisti þessa helgina af því að ég er fyrir norðan að spila messu, Una er frænka mín og Óskar Akureyrarkirkjuprestur og gifti einmitt mig og Ágúst bæði tvö) og landsleikur á fullu.  Ísland skorar og ég fer að kíkja á stöðuna og sé að Ísland er yfir.

Frakkland 16 - Ísland 23

Ég verð kát, og skoða stöðuna betur.  16-24, 16-25, 16-26.  Rosa glöð.  Segi við Óskar: "Nú við erum bara að vinna".  Hann tók ekkert sérstaklega vel undir það.  Ég varð hissa.  Athugaði málið betur.  16-32, 16-33, 16-34.  Tíminn líður trúðu mér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

taktu maður vara á þér :D

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 21.1.2008 kl. 00:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband