Så skal vi altså flytte til Danmark

Eftir að eiginkonan benti eiginmanninum góðfúslega á að hætta að skipta reglulega um framhaldsnámsland þá ákvað hann að ákveða að fara til Danmerkur, sækja um núna fyrir mánaðarmót og fá svar fyrir áramót og byrja 1. apríl ef hann fær brúklega stöðu.  Þetta er svo gjörsamlega rífandi ákveðið í tætlur að hann er nú helst ekkert að segja neinum það svona ef ske kynni að... (...hann t.d. skipti um skoðun???).  Til öryggis ætti ég kannski að halda mig við gamla trikkið að segjast ekki vera að flytja eitt eða neitt fyrr en ég er komin með flugmiðann í hendurnar.  Las reyndar í mogganum minnir mig að í hollívúdd (eða var það metrópólitan) teljist maður nú varla kominn með hlutverk fyrr en maður er búinn að leika það, fá borgað, kaupa í matinn fyrir peninginn og sjálfsagt skila afgangnum út um hinn endann.  Skv. því tilkynni ég ekki hvert við flytjum fyrr en við flytjum heim aftur 10 árum síðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með að vera komin eitthvað áleiðis hvernig svo sem þetta fer elskurnar.

Dagbjört (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 20:59

2 identicon

Já sko til!!!  Frábært að vera komin þetta langt í ferlinu - bíð spennt eftir því hvað verður úr þessu. 

Sibba (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 22:02

3 identicon

Ég mæli með skítugu stórborginni Köbenhán því þar er langminnsti dauðyflishátturinn í öllu Danaveldi og stærsta sjúkrahúsið. Það er svo stórt að þú gætir unnið hjólakeppni á göngunum þar. Hlakka til að sjá ykkur.

orgelstelpa (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 14:42

4 identicon

Til lukku með þetta:-) Ég vorkenni þér ekki neitt, danska er dásamlegt tungumál, sér í lagi þegar maður býr í landi hollenskunnar sem er náttúrulega með fáránlegri málum! Held að þið verðið að viðurkenna að hún slær dönskunni við og vel það;-)

Arngerður María Árnadóttir (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 10:53

5 Smámynd: Móðir, kona, sporðdreki:)

Alltaf fundist danskan óttalega leiðinlegt mál en.....ekki ætla ég að tjá mig á dönsku né búa innan um dönskumælandi lið...lýst samt vel á þetta hjá ykkur, ekki slakt eins og Sigrún segir að þú getur brunað með Ágúst jafnvel á bögglaberanum um ganga sjúkrahússins verið hans leiguhjól á sjúkrahúsinu, tja það er nú aldeilis ekki slakt...:) Kv Erna Haugur

Móðir, kona, sporðdreki:), 24.10.2007 kl. 22:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband