Dóra stóra á afmæli

Febrúar '05 009

Þessi fallega fermingarstúlka á afmæli í dag og er orðin 27 ára.  Við kynntumst fyrst í Gradualekórnum árið 1995 og mér fannst Halldóra hrútleiðinleg.  Alveg glatað að hún bjó líka í Kópavoginum og við vorum alltaf samferða.  Að hennar sögn breyttist viðhorf mitt þegar kom í ljós að hún átti flygil...  Nú eftir að þessi fyrsti erfiði hjalli var að baki (og hún var hætt að nöldra í mér út af skónum mínum, löng saga) urðum við agalega góðar vinkonur og hún er barasta ansi skemmtileg.  Við sungum náttúrulega saman í Gradualekórnum alveg endalaust, svo kom hún í MR, svo erum við samtals 1/3 af hinum fræga matarklúbbi, svo sungum við saman í Kór Langholtskirkju, Graduale Nobili (myndin er frá furðulegum nobili-tónleikum) og Kammerkór Langholtskirkju, hefur m.a.s. sést til okkar beggja í einu syngja með Mótettukórnum en ekki segja neinum.  Í gamla daga meðan Halldóra var nógu vitlaus fórum við líka í alls konar skrýtin ferðalög eins og frækna hjólaferð til Vestmannaeyja, gengum á fjöll og soleis en Halldóra hefur bara þroskast meira en ég.  Núna er hún einhvers konar ofurlíffræðingur eða eitthvað í mastersnámi í lýðheilsublabla og er geðveikt klár.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband