Björgunarsveit, bjargaðu sjálfri þér!

Ég var í rötunaræfingaferð upp í Tindfjöllum um síðustu helgi, þvældumst um í smáhópum í alvöru ratleik eftir hnitum og stefnum og miðum og lallala, minn hópur villtist bara einu sinni... (kom reyndar í ljós að það var vegna segulskekkju, við vorum ekki svona miklir aular).

Á sunnudeginum löbbuðum við síðan norður yfir og enduðum á Fjallabaksleið syðri.  Með í för voru 40 nýliðar á 1. ári (B1) 10 á 2. ári (B2) og svo "alvöru" flugbjörgunarsveitargaur.  B2-mannskapurinn er frekar óheppinn, einn slasast í hverri ferð og það í stafrófsröð.  Einn af þeim tognaði á ökkla og þá var farið að leita að teygjubindi, kom í ljós að ég litli nýliðinn var eina manneskjan með sjúkratösku (get ekki annað, allavegana ef ég er í flíspeysunni minni með ísaumaða Wilderness First Responder merkinu sem þýðir að ég er sérmenntuð í skyndihjálp í óbyggðum, annað væri agalega vandræðalegt) og þegar ég spurði hvort ég ætti ekki bara að henda töskunni niður til þeirra (B2) og hvort þau kynnu ekki að vefja báðu þau mig bara að koma niður...  Svo virðist ég þurfa að hafa heilmikið fyrir að sleppa við að læra Skyndihjálp 1 um næstu helgi!

Svo er nú skipulagið sér kapítuli, guð hjálpi þeim sem þarf að bjarga ef það er sami mannskapurinn sem skipuleggur ferðalög nýliða og alvöru björgunaraðgerðir... (æfinging sjálf var sko vel skipulögð en allt hitt ó mæ god)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband