Ugly naked guy

Ég er farin að læra á sembal mér til skemmtunar og hef æfingaaðstöðu í húsnæði Tónlistarskólans í Reykjvík í Stekk á Laugarvegi, beint á móti öryrkjablokkunum í Hátúni.  Síðan sit ég í minningaflóði og æfi mig, þarna sat ég í endalausum tónheyrnar og hljómfræði og kontrapunkts og tónlistarsögutímum og leiddist stundum ansi mikið.  Þá gat það bjargað deginum að góna út um gluggann á allsbera gæjann sem stundaði líkamsæfingar af miklum móð úti á svölum á öryrkjablokkinni.  Einn daginn hrundi einbeitingin í tónheyrnartíma algjörlega þegar nemandi hrópaði:

Öglí neiked gæ stendur á höndum!!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég glápti nú líka út um þessa sömu glugga tímunum saman en sá aldrei neinn Öglí neiked gæ neins staðar. Alltaf missi ég af öllu skemmtilegu.

orgelstelpa (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 16:25

2 Smámynd: Lára Bryndís Eggertsdóttir

Vaaaaaááá hvað gleymskan var búin að ná tökum á mér, við vorum saman í tónheyrn eða hvað var það nú aftur?

Lára Bryndís Eggertsdóttir, 27.9.2007 kl. 19:20

3 identicon

Dööhhhhh...aldrei sá ég heldur neina nakta karlmenn, hvorki í hljómfræði, kontrapunkti né tónlistarsögu.......er eitthvað að okkur Sigrún??? Það hefði óneitanlega lífgað dálítið upp á annars þessa stórskemmtilegu og gefandi tíma;-)

Gangi þér annars vel með sembalinn Lára:-)

Arngerður sem hér með kemur út úr skápnum og viðurkennir að hafa lesið bloggið þitt um tíma og aldrei kvittað fyrir sig, vona að mér fyrirgefist:-)

Arngerður María Árnadóttir (IP-tala skráð) 28.9.2007 kl. 07:36

4 identicon

Hei, ég man sko vel eftir öglí neiked gæ!! Hann bjargaði líka mörgum hljómfræðitímunum hjá mér! Good luck with the harpsichord

Guðný (IP-tala skráð) 28.9.2007 kl. 12:10

5 Smámynd: Lára Bryndís Eggertsdóttir

Ég er hrærð og auðmjúk að þú hafir fundið kjark til að opna þig Arngerður hér á hlýlegri og heimilislegri bloggsíðu minni þar sem allir hafa tjáningarrétt.  (Ég hefndi mín reyndar með því að gúgla þig og finna bloggið þitt mwahahaha nú get ég sko laumast til að lesa án þess að nokkur viti...) 

Lára Bryndís Eggertsdóttir, 28.9.2007 kl. 15:28

6 Smámynd: Móðir, kona, sporðdreki:)

Haha mikið er ég fegin að hafa ekki setið þarna og þurft að góna á öglý neiked gæ á hvolfi....*hrollur* ef karlmenn þurfa að vera á hvolfi þá hafa þá í fötum takk.. Slátrið bíður þín og spurning hvort dæmið verði eins og í Nóa albínóa kemur í ljós á morgun:)

Kv Erna H 

Móðir, kona, sporðdreki:), 28.9.2007 kl. 21:18

7 identicon

Já, maður man vel eftir Öglý neiked gæ á svölunum í Hátúni. Ég man ekki betur en að hafa setið með þér nokkra hljómfræði og tónheyrnartíma og hlegið að gæjanum!

Datt hérna inn í einhverju bríaríi, langaði að segja hæ...svo hérna kemur það...

HÆ, vonandi manstu eftir mér, fiðlustelpu úr Tónó.

Kveðja, Vala.

Vala Tryggvadottir (IP-tala skráð) 30.9.2007 kl. 23:03

8 identicon

Öglí neiked gæ....... Good times, good times

ólöf skólöf (IP-tala skráð) 8.10.2007 kl. 20:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband