Hjaaaááálp!!! Hvað á ég að verða þegar ég verð stór???

Krísa á Sjafnargötunni, húsmóðirin var að átta sig á því að það er kominn september.  Þá byrja allir hinir aftur í skólanum en ekki ég! Vúbbs, tæm gós bæ...

Hér er smá listi yfir það sem hefur komið til greina undanfarin ár (og hvað hefur orðið úr því)

1. Konsertorganisti (á heimsmælikvarða) - kom heim með rófuna milli lappanna mánuði eftir að ég byrjaði í framhaldsnámi grenjandi undan álagseinkennum sem hafa jú vissulega lagast að mestu leyti enda komin 5 ár síðan.  Hef þóst ætla að taka orgelið upp aftur af fullum krafti en neistinn virðist eitthvað tæpur.  Kannski reddar Eyþór því í vetur (engin pressa Eyþór minn...)

2. Söngvari - nú hvað gerir maður þegar hendurnar klikka annað en að brúka handalausa hljóðfærið. Jú ég er vissulega ágæt að syngja en það er nóg af þessum andskotans sóprönum og ég hef m.a.s. aldrei náð svo langt að komast í jarðarfararhóp nema í afleysingum (þegar einhver deyr mwahaha) þannig að það stefndi í hálf-sorrí-karrír

3. Læknir - var nú komin með nóg af því eftir nokkra mánuði, kolröng hilla.

4. Leiðsögumaður - fór í leiðsöguskólann í hálfgerðu stundarbrjálæði á svipuðu krísumómenti fyrir ári, það reyndist fjári gaman og mér að óvörum var ég í 1 1/2 mánuð uppi á fjöllum í sumar að jaska út Þjóðverjum, reyndar misgaman en yfirleitt frábært.  Samt spurning hversu heppileg hversdagsvinna það telst.

5. "Venjulegur" organisti - uuu... langar mig að spila í jarðarförum og messum og poppbrúðkaupum alla ævi? Ekki er ég heldur sérstaklega innspíreraður kórstjóri.  Svo er ég ekki einu sinni með framhaldsnám þannig að ég væri seint ráðin í "fína" kirkju með alminlegu orgeli etc. Æ ég veit ekki.

6. Ritari söngmálastjóra - stundum þegar ég nenni því sit ég við tölvuna og vinn fyrir Biskupsstofu í nótnastússi.  Ég endist aldrei neitt sérstaklega lengi í einu. (Mætti í gær í fyrsta skipti síðan í apríl). 

7. Hjálparsveitarfrömuður og fallhlífarstökkvari - segi svona, er reyndar að spá í að skella mér í flugbjörgunarsveitina, nýliðaprógrammið felur í sér að dandalast á fjöllum meira og minna aðra hverja helgi, hægt að gera margt leiðinlegra.

8. Heimavinnandi húsmóðir með fullt af börnum - hmm... geðheilsa í hættu

9. Atvinnuhjólreiðakona - jeeeeeeeeeeeeeeee......

Getur einhver reddað krísunni?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En hvað með sitt lítið af hvoru?

Dagbjört (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 21:19

2 identicon

Lára, hættu nú þessu væli! Hvernig væri að þú myndir byrja á því að fá þér vinnu og hætta að velta þér upp úr því hvað þú ætlar að verða þegar þú verður stór. Aðalmálið er að vera sáttur við sjálfan sig. Nú ef maður er það ekki þá gerir maður eitthvað í því.... ekki bíða eftir að einhver annar komi og reddi málunum. Gangi þér vel.

Ragga (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 10:55

3 identicon

Spurning hvort maður þarf yfirhöfuð að verða eitthvað annað en maður er nú þegar.   Ef maður er hamingjusamur uppi á fjöllum að gæda og búa til skyr- og hnetusmjörs sósur fyrir þýska túrista þá er það hið besta mál.  Skítt með vísitöluskattborgaralífsstílinn með 9-5 vinnu í 11 og hálfan mánuði á ári.

Svo held ég að það séu mannréttindi að fá að væla svolítið á sínu eigin bloggi.  Ef ég bloggaði myndi ég væla þar oft og mikið.  Harmavælið og ramakveinin myndu bergmála um víðáttur alheimsnetsins.

ólöf skólöf (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 23:29

4 identicon

Mér sýnist þú t.d. efni í rithöfund!!!

(Hef sko ENGAR áhyggjur af þér snúlla mín!)

Sigga Pé (IP-tala skráð) 7.9.2007 kl. 10:14

5 Smámynd: Lára Bryndís Eggertsdóttir

Hei ég held með Ólöfu, ég hef fullan rétt til að væla (púff skotið úr öllum áttum á Röggu), en ég er samt líka hjartanlega sammála Röggu sem bendir á hið augljósa...

Lára Bryndís Eggertsdóttir, 7.9.2007 kl. 14:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband