Besti gönguleiðsagnarbekkur í heimi!

(Þó hann sé hægfara) 

Vaaaááá hvað bekkurinn minn er skemmtilegur! Það hefði alveg mátt vera skítaveður allan tímann og ferðin samt verið frábær.  Veðriðr var sosum ekkert til að hrópa húrra fyrir en við sólbrunnum samt öll og enginn fraus.  Ágætis skyggni og flott landsvæði.  Menn tóku líka upp á ýmsu öðru sér til skemmtunar en að ganga, t.d. glíma, skylmingar (með göngustöfum), salsa (mjaðmahnykkirnir ótrúlega góðir eftir göngu með þungan poka), línudans, jóga, teygjur, söngur, fyllerí, tröllasögur og draugasögur, Íslendingasögur, lygasögur og meira og meira.  Allir höfðu eitthvað fram að færa og ótrúlegt hvaða vitneskja leynist í kollunum á sumum.  Ég var náttúrulega óþolandi allan tímann og var spurð á síðasta degi "hefurðu verið greind ofvirk?". 

Nokkrar myndir:

Rennum okkur á rassinum niður sinubrekku efst í Grímsdal undir Vikrafelli

Lokaferð maí 07 Lára 008

Í tjaldstað við Langavatn, Arna reynir að kveikja í öllu lauslegu

Lokaferð maí 07 Lára 011

Í Gvendarskarði milli Hafravatnsdals (vestur af Langavatnsdal) og Þórarinsdals (austur af Hítardal), aldursforsetinn og brúðuleikkonan Hallveig er ábyggilega að segja skemmtilega sögu.

Lokaferð maí 07 Lára 012

Jóga-teygjuæfingar í skála við Hítarvatn undir öruggri stjórn Hörpu og Hallveigar (sem báðar stunda Kundalini-jóga, hvað sem það nú er)

Lokaferð maí 07 Lára 024

En nú ætla ég að halda áfram að læra undir enskupróf, ætla að næla mér í réttindi til að segja "this way, please" fyrir peninga.  Úr því að ég náði þýskuprófinu þá ætti ég að fljúga í gegnum enskuprófið... (búin að læra að landvættir er landvætts á ensku, reyndar skrifað landwights)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta hefur greinilega verið hin skemmtilegasta ferð, skemmtilegt að prófa að vera í tjaldi í maí - einhver hefði kvartað um kulda en veðurfar er hugarfar

 Efast ekki um að þú rúllir upp enskuprófinu.

Kv Sibba

Sibba (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 15:36

2 Smámynd: Lára Bryndís Eggertsdóttir

Mér var nú kaldara þegar ég tjaldaði í 700 m hæð í Botnssúlum í janúar í fyrra... frosinn rass

Lára Bryndís Eggertsdóttir, 16.5.2007 kl. 13:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband