Gistiheimilið Sjafnargötu 7

Þóra frænka á Akureyri kom og gisti í eina nótt.  Það er í frásögur færandi því að hún er manneskja nr. 2 sem gistir á Sjafnargötunni eftir að ég gerðist húsmóðir þar.  Manneskja nr. 1 var Haukur bró, það var líka í frásögur færandi og verður það gert hér með (já, Haukur minn, engin miskunn):

Sumarið 2004 gifti Elín stóra systir sig og þá kom hrúga af Þjóðverjum og gisti út um allt, fengu m.a. lánaða íbúðina hans Hauks og hann gisti hjá okkur.  Við Ágúst vorum í útskriftarferð læknanema í Tælandi og komum heim dauð úr flugþreytu fyrripart dagsins sem Haukur litli (29 ára) mætti í gistingu. Þegar okkur loksins tókst að sofna (ótrúlega erfitt, vissi ekki að flugþreyta væri svona andstyggileg) birtist Haukur alltíeinu inni á gólfi í svefnherberginu:

"Mig vantar kodda"

Haukur fékk engan kodda heldur bara blótsyrði og mjög slæma andlega strauma.  Það kom ekki í veg fyrir að þegar við vorum loksins sofnuð aftur birtist hann aftur inni í svefnherbergi (það er ekki hægt að læsa herberginu) og fór að róta niðri á gólfi við hliðina á hausnum á Ágústi:

"Ég er að leita að hleðslutæki"

Nú andlegu straumarnir sem Haukur fékk skánuðu ekkert við þetta.  Mamma hans (sem er líka mamma mín, merkilegt nokk) gleymdi greinilega að kenna honum að:

A: Ekki vekja sofandi fólk

B: Ekki vekja það aftur

C: Ekki labba inn í svefnherbergi hjá hjónum/hjónaleysum fyrirvaralaust (nema það séu pabbi og mamma og þú sért <10 ára)

D: Ekki gera það aftur

Nú, þess má svo til gamans geta að við erum enn þá systkini og þess vegna gisti Haukur einu sinni hjá okkur Ágústi fyrir norðan.  Þar var hægt að læsa svefnherberginu þannig að það urðu engin vandræði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband