Hverjum þykir sinn fugl fagur

Mamma var í heimsókn hjá Selmu sætu systurdóttur minni í Þýskalandi og kom heim með myndir.  Selma litla krútt þykir frekar sæt (einkum af ættingjum og vinum) og er svo ljónheppin að líkjast móður sinni.  Selma til vinstri í gallanum sem mamma saumaði á Elínu fyrir mjög mörgum árum, og Elín til hægri með sama brosið.

Bændaferð 2006 ST 147EE 1973 0233

Hér er hins vegar mynd af pabba hennar Selmu, það er ekki vitað hvor er hvor (Adrian pabbi Selmu fæddist í tveimur eintökum):

Adrian&Valentin 1

Og önnur með stóru systrunum (enn er ekki vitað hvor er hvor þó að greinilega hafi verið gerð tilraun til að aðgreina þá m.þ.a. klippa topp á annan þeirra):

Adrian&Valentin 2

Svo spyr Elín mamma Selmu hvort það sé ekki allt í lagi heima hjá mér.  En Selma sæta ber af foreldrum sínum eins og sjá má:

Bændaferð 2006 ST 154


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband