Ferðasagan

Það stóð óvenjutæpt með að við kæmumst alla leið til Íslands. Það gekk prýðilega að komast af stað í lestinni, við fengum aðstoð við að komast út á brautarstöð (Ágúst var í vinnunni) og allt gekk vel þar til eftir stopp nr. 2 (Fredericia). Lestin stoppaði upp úr þurru úti í móa, það leið og beið og að lokum snerum við við og bökkuðum aftur til Fredericia, biðum agalega lengi þar og fórum síðan einhverja krókaleið til Odense því það var risatré sem hafði fallið á teinana. Það hentaði okkur mægðinum ekki neitt sérlega vel að seinka mikið því við þurftum að ná flugi og konan með börnin tvö sem sat fyrir aftan okkur líka, endaði með því að við 5 vorum sett upp í taxa á Høje Taastrup (næsta stöð á undan Hovedbane í Köben) sem brunaði beint á Kastrup, þar var systir hinnar konunnar mætt út á völl til að sannfæra starfsfólkið í tékkinninu um að leyfa okkur að tékka inn þó við kæmum of seint, við værum andskotinn hafi það á leiðinni, það rétt slapp og síðan brunuðum við gegnum flugstöðina og upp í vél. Púff. Og Ágúst Ísleifur svaf bara korter í vélinni og var svaaakalega sprækur allan tímann þannig að í heild var ferðalagið aðeins erfiðara en til stóð fyrir agalega óléttu mömmuna sem getur ekki neitt. Það var gott að komast í bælið undir miðnætti á laugardagskvöldið og síðan tók ég það frekar rólega á sunnudeginum (fyrir utan það að spila í messu, fara á orgeltónleika og út að borða á Lækjarbrekku). Þessa dagana er ég síðan að undirbúa tónleika í Hallgrímskirkju á fimmtudaginn kl. 12 en eftir það fer að verða rólegra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mæ ó mæ.....   Þú ert hetja honní !!  Bjalla á þig á næstu dögum, þarf endilega hreint að komast í að gera úttekt á vaxtarlaginu  og frumburðinum  !

xxx

Sigga Pé (IP-tala skráð) 7.7.2010 kl. 18:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband