Íslandssumar

Jæja þá er loksins komið að því við mæðgin mætum til Íslands í sumarfrí, fljúgum frá Kastrup á morgun og ég hef verið að dunda við að pakka hægt og rólega í dag, mjöööög hægt og mjöööög rólega. Bumban er ekki upp á sitt besta þessa dagana, samdrættir og vesen (rétt eins og síðast), svo ég geri allt frekar rólega. Við fljúgum ekki fyrr en annað kvöld, tökum lestina kl. 16.56, Ágúst fer í vinnuna um eittleytið en vinur Ágústar Ísleifs ætlar að hjálpa okkur með farangurinn út á lestarstöðina (eða kannski mamma hans eða pabbi). Síðan ætlar Ágúst Ísleifur að sitja sallarólegur í lestinni (3 tíma) og flugvélinni (aðra 3 tíma) og horfa á teiknimynd í tölvunni og lesa bók.

Við verðum í Barmahlíðinni a.m.k. til að byrja í með, kemur í ljós hvort við flýjum þegar Elín&co koma eftir 3 vikur. Allir velkomnir alla daga í heimsókn (=passa barnið og þjóna mér).

Sjáumst!! W00t


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband