Göngulag Grísleifs og karamellutertan

Ágúst Ísleifur varð 16 mánaða í gær (en ekki 15 mánaða eins og móðir hans hélt) og er rétt eins og þegar hann varð 15 mánaða (eða 14 mánaða eins og móðir hans hélt) ekki farinn að labba sjálfur af viti þó að hann geti tekið nokkuð mörg skref sjálfur frá pabba til mömmu eða öfugt. Jafnvægið stríðir honum, hann hlunkast til skiptis niður á hné og bossa, gott að það er ekki hátt fall.

En húsið fylltist óvænt af gestum í gær. Ágúst stakk því að mér fyrir hádegi hvort ég vildi ekki baka köku með kaffinu. Jújú. Kannski einhverja rosa góða. Jújú. Kannski hafa hana tilbúna kl. 3. jújú. Og ég fann uppskrift að svaaaðalega girnilegri karamellutertu og kl. 3 var hún tilbúin og ég byrjaði að leggja á borð. Hringdi þá ekki dyrabjallan alveg óvænt og úti stóð Kibba (Kristbjörg Clausen Langholtskórdama og fyrrum Horsensbúi) sem var bara á rúntinum eftir að hafa verið á ársfundi norrænna nótnavarða. Ég var heldur betur hlessa og sagði að hún hitti aldeilis vel á og bætti einum diski á borðið. Svo settumst við Ágústarnir og Kibba við kökuát, en þá hringdi dyrabjallan aftur og þar var mætt Kristín Sigríður (fyrrverandi Horsensbúi og ein af mörgum tilvonandi tengdamæðrum Ágústar Ísleifs) og ég varð enn þá meira hissa, en Ágúst var ekkert hissa. Það kom í ljós að Ágúst og Kristín höfðu leynimakkað um heimsóknina (hún var mætt til DK til að útskrifast frá Háskólanum í Árósum) og Ágúst gabbað mig til að baka þrusukaramellutertu (ég var nú frekar auðgöbbuð í þeim efnum) en Kibba var svo ljónheppin að labba inn í mitt gabb og miðja tertu, alveg brill. Það eina sem klikkaði í öllu gabbinu var að fá mig til að fara úr garðvinnugallanum og í eitthvað huggulegra...

Eini gallinn við að fá svona marga gesti í karamellutertuna var að hún kláraðist (reyndar ekki fyrr en í morgun), en það þýðir bara að ég verð að baka nýja, spennandi hverjir koma í heimsókn þá W00t

Og að lokum, hver er mesta krúttið?

September 09 021 (Large)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Esasú?

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 21:49

2 identicon

hæ við erum að festa kaup á bíl og aldrei að vita nema við kíkjum ekki bara uppeftir eina helgi þegar ágúst er ekki að vinna og til lukku með aldurinn hann er fínn er sjálf að ná áttum eftir minn dag

Dana (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 21:58

3 Smámynd: Lára Bryndís Eggertsdóttir

og smakka karamellutertuna?  velkomin í heimsókn

Lára Bryndís Eggertsdóttir, 29.10.2009 kl. 12:06

4 identicon

aldrei ad vita nema madur smakki hahaha. Eru tid med numerin okkar ef svo er ekki ta eru gemsarnir 26295946 (AGUST) 26295964 (Dana) heima er 72168339 og smart 496-0739

Dana (IP-tala skráð) 30.10.2009 kl. 12:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband