Já sæll...

Hvaðasta hvaða það hefur náttúrulega ekkert gerst á heimilinu síðasta mánuðinn. Eða þannig. Smotterí eins og að flytja tímabundið til Íslands (3 mánuðir hlýtur að teljast flutningur), eins árs afmæli frumburðarins, 4 gull í hjólakeppnum og fleira og fleira. En aðallega allt of mikið að gera í vinnunni, já ég er að vinna, ekki eins og venjuleg manneskja samt heldur í tölvunni heima hjá mér. Og ekkert meiri tími nú en endranær, er að fara að spæna norður á morgun, Glerárdalshringinn á laugardaginn (fram á sunnudag) og aftur suður á sunnudag púff. 24 tindar á 24 tímum, og ég sem hef ekki gengið á fjöll síðan Ágúst Ísleifur var bara nokkrir sentimetrar í maganum á mér. Jú skutlaði okkur mæðginum upp á Esjuna í gær, það er víst stærsta afrekið á göngusviðinu undanfarið. En ætla að bæta úr því á laugardaginn. Hef hins vegar staðið mig betur í hjólamálum, Bláalónsþrautin, Heiðmerkuráskorun og Guðmundarlundur á fjallahjóli og Hvalfjarðarkeppni á götuhjóli, gull í öllu takk fyrir. Og hvar eru myndirnar af barninu? Svar: Í myndavélinni. Svo er líka hægt að heimsækja barnið til að sjá það, eða enn betra, passa barnið... W00t. Og til að svara nokkrum klassískum spurningum: Já hann skríður enn á maganum, nei hann kann ekki að labba, já hann kann að vinka bless, nei hann kann ekki svona stór, nei hann kann ekki að setjast upp, já hann kann að segja datt, já hann er mesta æði í heimi. Yfir og út.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elvar Örn Reynisson

Mín kann að sýna hvað hún er gömul ef hún er spurð og þá sýnir hún þér vísifingurinn rosalega stolt. Reyndu að toppa það hehe

Elvar Örn Reynisson, 19.7.2009 kl. 23:12

2 identicon

Pff, hann kann sko víst að labba ! ....bara með smá stuðningi ;)

Sigurborg (IP-tala skráð) 20.7.2009 kl. 17:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband