Íslandsför

Íslandsför okkar mæðgina nálgast óðfluga, komum annað kvöld! Fréttaleysið hefur verið þvílíkt síðasta mánuðinn að Ágúst Ísleifur dauðskammast sín fyrir að hafa ekki sett inn neinar myndir. En ætlar að bæta það upp með því að koma sjálfur og sýna sig og sjá aðra. Í 3 mánuði takk fyrir. Ágúst eldri kemur tvisvar, í fyrra skiptið 23. júní, rétt mátulega til að baka fyrir afmæli sonarins daginn eftir.

En það er annars helst að frétt af heimilinu að Ágúst Ísleifur var rétt í þessu að læra að vinka eftir u.þ.b. hálfs árs þjálfunarferli. Hann er líka orðinn mjög öflugur í skriðinu og þvælist um allt hús og reynir að gera skammir af sér eins og smábarna er siður, foreldrarnir ljóma að sjálfsögðu af stolti. Hann er hins vegar ekki búinn að læra að klappa, "svona stór" eða pí með 20 aukastöfum.

Maí 009

En hann á rólu og er rosa kátur með hana, og fékk skó í fyrradag og finnst æðislegt að labba úti í garði (með taalsverðri hjálp). Nú og hann er að sjálfsögðu farinn að spila prýðilega á orgel og sést hér pósa íbygginn á svip eins og kollegar hans á myndum í tónleikaprógrömmum, augljóslega upprennandi snillingur.

Maí 033

En það er best að pakka, búin að senda eina 20 kg tösku til Íslands með nótum, barnafötum o.fl., mæti svo sjálf með krútt, hjól, hjólavagn og eitthvað smáræði til viðbótar. Sjáumst!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kem á eftir ykkur með fulla tösku af nótum og hugsanlega barnafötum (þ.e.a.s. ef ég á að koma með sokkana hans Ágústar sem hann tróð undir rúm sl. haust?). Verð reyndar alveg krúttlaus og var að gæla við þá hugmynd að skilja hjólið eftir, en lofa engu.

Hlakka til að sjá ykkur í sumar, það er margt sem ég þarf að nöldra yfir;)

Sigrún (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 18:51

2 Smámynd: Sólbjörg Björnsdóttir

Neinei... er upprennandi pían-/organisti í fjölskyldunni?? ;)

Sólbjörg Björnsdóttir, 6.6.2009 kl. 14:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband