Hóstafrávit

Já núna er ég búin að hósta frá mér allt vit, fékk leiðinda bronkítis upp úr kvefpest og er loksins farin að vera eins og eðlileg manneskja á kvöldin og morgnana.  Hjóla bara eins og vitleysingur til að hressa mig við.  Dró m.a.s. Ágúst Inga með í cykeltur áðan og Ágúst Ísleifur að sjálfsögðu attaní.  Hann er orðinn svo stór strákur að hann er hættur að kúra í bílstól í hjólavagninum heldur er kominn í innbyggðu sætin.  Þar er pláss fyrir heil tvö börn í 5 punkta belti og Sleibba litla finnst mikið stuð að bjóða vinkonunum á rúntinn.

Hér er Steindís Elín sest uppí svaka kát.  Ágúst Ísleifur er reyndar með efasemdir, hann er vanur að hafa vagninn bara allan fyrir sig.

Sleibz&Stónz

Svo kom Emilía Glóð í heimsókn og prófaði að fara í labbitúr í vagninum (fjölhæf græja nefnilega, fínasta labbi/hlaupakerra), þau voru hress gömlu hjónin.

Byrjun maí 038

Nú en förum aðeins út í öryggismálasálma, þegar Ísleifur litli krúttaðist í bílstólnum var hann auðvitað ekki með hjálm, og skv. vagnaspekingum er ekki bráðnauðsynlegt að vera með hjálm þegar barn situr eitt í tveggja barna vagni (í miðjunni) því það er veltigrind og höfuðið nær ekki að slást í eitt eða neitt, hins vegar verða bæði börnin að vera með hjálm ef þau eru tvö því þau geta slegið saman höfðunum.  Við fórum því í hjálmakaupaleiðangur og hér sést árangurinn:

Byrjun maí 030

Ágúst sagði nú bara "hjálmurinn er stærri en hann sjálfur" og það er mikið til í því... ætla reyndar að kanna hvort ég finni enn þá minni hjálm hér í Horsens, þessi er 48-52 cm en það á að vera hægt að fá 46 cm.  Svo var pabbi hennar Steindísar svo ljómandi heppinn að fá bleikan smábarnahjálm í afmælisgjöf síðustu helgi...

En skiptum yfir í almennar krúttamyndir, maður er extra krúttlegur í náttfötum:

Byrjun maí 007     Byrjun maí 010

(ekki búinn að læra að komast yfir þröskulda)

Byrjun maí 012

Svo er voða fullorðins að sitja í sófa eins og herramaður.

Byrjun maí 015

Og án þess að ég sé neitt hlutdræg, getur einhver rengt það að Ágúst Ísleifur er fallegasta barn í heimi?

Byrjun maí 023


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sætastur!  Knúsaðu prinsinn frá mér! Kossar frá Trekt:*

Þórunn Vala (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 21:39

2 identicon

Nei það er ekki hægt að rengja neitt af því sem þú segir, En drengurinn er afskaplega fallegur

Ég vona bara að hann sé ekki orðinn svo stór að hann passi ekki í peysuna sem er á leiðinni innan um nótur í pósti til pabbans.

Ef svo er þá verðirðu að geymana á næsta barn eða gefana

Þetta eru frábærar myndir, einmitt það sem ég hef verið að bíða eftir Lára mín.

Knús til ykkar frá ömmu kisu

Amma Guðný (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 23:56

3 identicon

Voða fínar myndir af litla Ágústi Ísleifi. Hann er voða fallegt barn :o)

Regína (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 10:49

4 Smámynd: Sólbjörg Björnsdóttir

Haha... frábærar myndir hjá þér Lára!! Herramaðurinn er orðinn ekkert smá glæsilegur :)

Vona að þið hafið það rosa gott :)

Kveðja úr Trektinni

Sólbjörg Björnsdóttir, 14.5.2009 kl. 16:54

5 identicon

Þessi hjálmamanía er löngu komin út í öfgar. Settu þykka húfa á drenginn, þá hálsbrýtur hann sig ekki ef hann slær hausnum í ferðafélagann.

Haukur (IP-tala skráð) 19.5.2009 kl. 12:41

6 Smámynd: Lára Bryndís Eggertsdóttir

uh... þykka húfu í dönsku sumri? Má ég þá heldur biðja um hjálminn.

Lára Bryndís Eggertsdóttir, 19.5.2009 kl. 12:57

7 identicon

Húfan þarf ekki að vera mikið þykkari en þetta hvíta sem hann er með undir hjálminum hvort sem er. En þú verður að ráða þessu. Hins vegar með tvo svona hjálma í sama vagninum held ég að hálsáverki sé líklegri til að vera alvarlegri en höfuðáverki.

Haukur (IP-tala skráð) 19.5.2009 kl. 23:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband