Nú svo erum við barasta á leið til Íslands

Ég ákvað að splæsa á páskafrí fyrir okkur mæðgin, nældi mér í messur til að spila og voila búin að borga ferðina.  2.-17. febrúar takk fyrir.

Í tilefni af því er vert að rifja upp hvað það er myndarlegur strákur sem kemur með mömmu sinni til Íslands.  Hér er hann hálfhlessa að máta lopapeysu frá Erlu Elínu, soldið stór enn þá.  En hann á líka rennda lopapeysu frá Úlfari Jökli sem er alveg farin að passa, af hverju á ég ekki neina mynd af henni hmm.  Og svo er maður mjög duglegur að standa (næstum því) sjálfur.

Lok feb - 24. mars 018   Lok feb - 24. mars 036

Hér eru Ágúst Ísleifur og Bjössi Bangsi að hjálpa mömmu að prjóna sólhatt á Steindísi Elínu sem varð 1 árs um daginn.

Lok feb - 24. mars 042

Bara eftir að ganga frá endanum og setja bönd (ef út í það er farið þá á enn þá eftir að setja böndin...)

Lok feb - 24. mars 049

Og hér er klíkan á teppinu, afmælisbarnið Steindís Elín, Ágúst Ísleifur að smakka á einni afmælisgjöfinni, Emilía Glóð liggjandi (enda er hún smábarn enn þá) og svo Anna sem er dönsk/amerísk vinkona Steindísar (svona internasjonal gella).

Lok feb - 24. mars 051

Svo er það skriðþjálfunin, hún gengur svona svona...

Lok feb - 24. mars 059

Lok feb - 24. mars 064

Lok feb - 24. mars 072

Hér glittir svo aðeins í tennurnar...

Lok feb - 24. mars 068

Hér eru þær í öllu sínu veldi!

IMG_2117[1]


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svaka fínar myndir af sæta gaurnum. Steindís Elín bíður spennt eftir húfunni, á eftir að verða flottasta gellan í Horsens með hana!

Kveðja frá Stensballe

Ps. á þetta ekki að vera 2. -17. apríl eða verður þetta eitthvað Back to the future dæmi?

Kristín (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 11:11

2 Smámynd: Lára Bryndís Eggertsdóttir

Uhhh... veit ekki alveg hvað ég var að spá, árið 2007 var það eina sem vantaði

Lára Bryndís Eggertsdóttir, 26.3.2009 kl. 11:29

3 identicon

ómægooood HLÖKKUM TIL að fá þennan sæta strák í heimsókn! Sá er aldeilis orðinn stór og mannalegur.. :) Mega krútt!!! Knús frá okkur..verðandi kærustu og verðandi tengdamömmu ;)

Arnbjörg og Ragnheiður Helga (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 11:34

4 identicon

SNILLD! Hlakka til að sjá ykkur, - megakrúttin bæði tvö!!! :D

Sigga Pé (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 13:06

5 identicon

Snilldarmyndir af fjallmyndarlegum stráksa.

Skilur þú Ágúst nafna minn eftir úti?

Eyþór (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 11:05

6 identicon

Æ hvað maður er nú orðinn stór, bara kominn með tennur og allt að gerast.  Luv ;o)

Hulda Sig. ;o) (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 14:48

7 identicon

Æ og ég verð akkúrat í úglöndum allan tímann

Ólöf skólöf (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 12:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband