Eldamennskan og uppeldið

Gráðuga barnið vill mikinn mat.  Núna er ég að sjóða grænmeti sem ég vona að dugi út morgundaginn: 3 stórar kartöflur, 1/2 næpa (dönsk smábörn éta næpur, Ágúst Ísleifur verður líka að prófa), 5 litlar gulrætur og nokkrar brokkolígreinar.  Þetta fer í blandarann með ólívuolíu og smjéri, síðan blanda ég það með mjólk eða þurrmjólk þar til fullkominni áferð er náð.  Þess á milli fara alls konar grautar oní litla manninn, blandaðir með sveskju-, apríkósu-, peru- eða bananamauki.

Annars þarf ekkert að mauka matinn mikið lengur því tönnin stakk upp kollinum í gær, m.a.s. búið að bursta hana tvisvar við mikla kátínu, Ágúst Ísleifur heldur að þetta sé nýr leikur að pota tannburstanum upp í hann.  Næsta kemur á morgun spái ég.

Síðan var ég að uppgötva tvær pottþéttar aðferðir til að æfa barn í að sofna sjálft án þess að pabbi og mamma komi hlaupandi ef heyrist múkk.

A: Fá spennandi bók í jólagjöf (t.d. The Shadow of the Wind eftir Carlos Ruiz Zafón, frá Hallveigu).  Bókin var svo spennandi að það þýddi ekkert fyrir Ágúst Ísleif að kalla á mömmu sína þegar ég var að lesa (bíddu krakki ég kem á eftir), og eitt kvöldið þegar ég sat inni í stofu í miðjum örlagaþrungnum kafla varð ég bara að slökkva á kalltækinu til að geta lesið í friði.  Og jújú þá gat Ágúst Ísleifur ekkert gert nema sofna bara aftur.

B: Gleyma að kveikja á kalltækinu, svínvirkar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Næpur eru góðar, ég vildi óska að þær fengjust hér.

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 22.1.2009 kl. 19:17

2 identicon

Hæhæ allir

Gamna að heyra hvað Ágúst Leifur er duglegur að borða;) Nú verð ég að fara kíkja á ykkur þetta gengur ekki lengur... En ég mun koma um leið og ég er komin með heilsu er búin að vera með upp og niður og er að verða mjög þreytt á þvi..... En takk fyrir jólakortið sem við fengum frá ykkur. Við sendum enginn í ár alltof mikið að gera;) en ég verð í bandi við þig Lára um leið og ég er komin á lappir aftur.......

kv.Magga S

Magga Sör (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 09:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband