Kalífinn í Gústalandi

Kalífinn

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

  sonur ykkar virðist vera einstaklega hæfileikaríkur leikar; furðulostinn og saklaus á fyrri myndinni, og svo hér þar sem alvaran skín í gegn! 

...eða er hann frændi kannski að reyna að segja : 'mamma, pabbi, mér er EKKI skemmt!' 

Hallveig frænka (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 15:19

2 Smámynd: Lára Bryndís Eggertsdóttir

Honum var einmitt EKKI skemmt, pabbinn að troða nýju taubleiunum og sundbrókinni á hausinn á honum, ég dansandi með myndavélina, og við bæði hlæjandi eins og fávitar, Ágúst Ísleifur hafði nákvæmlega ENGAN húmor fyrir þessum fíflagangi...

Lára Bryndís Eggertsdóttir, 17.1.2009 kl. 15:52

3 identicon

Látið frænda minn vera áður en verulega andlegur skaði hlýst af!

Haukur (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 16:01

4 identicon

Eða er verið að gefa í skin hvað barnið verður þegar hann verður stór. (biskup?)

hann á ekki eftir að fyrirgefa ykkur þetta þegar hann fær meira vit (eða ) getur öllu heldur tjáð

sig um það sem foreldrar hans eru að gera honum óvitanum sem getur ekki annað en sýnt svipbrygði.

En myndirnar eru rosalega skemmtilegar

Kær kveðja amma

Amma Guðný (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 20:45

5 identicon

Ef bleyjurnar eru á hausnum hvað setjið þið þá á rassinn á barninu, það er aðal spörgsmálið hérna!

Ólöf skólöf (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 09:32

6 Smámynd: Þóra Ingvarsdóttir

Það sem á þetta barn er lagt! (Aðallega bleyjur og sokkabuxur sýnist mér.) Þar sem það er nú í rauninni tiltölulega stutt síðan ég var á þessum aldri sjálf leyfi ég mér að túlka með nokkru öryggi svipbrigði píslarvottarins frænda míns, og get því sagt ykkur að hann hyggst greinilega ekki gefa fíflagangi foreldra sinna mikið fleiri sénsa.

Þóra Ingvarsdóttir, 19.1.2009 kl. 11:03

7 identicon

Mér finnst hann nú bara svalur á svipinn, held að hann sé að prufukeyra töffarasvip sem hann mun svo nota á dömurnar í framtíðinni

Eyþór (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 11:44

8 Smámynd: Þóra Ingvarsdóttir

Ég veit nú ekki hvernig þú skilgreinir þinn töffarasvip, Eyþór ... en sé það eitthvað í líkingu við þennan fýlusvip hins unga sveins geri ég ráð fyrir að Erna hafi ekki verið með gleraugun þegar þú beittir honum Annars erum við svo fjallmyndarleg í ættinni að Ágúst Ísleifur þarf ekkert að æfa sig í töffarasvip. Þetta kemur bara náttúrulega hjá okkur.

Þóra Ingvarsdóttir, 19.1.2009 kl. 19:45

9 identicon

Ég tek undir með Þóru, er nokkuð vissum að brosmildi sokkabuxnaprinsinn muni krækja í heldur fleiri dömur en Kalíf-'töfarinn' í Gústaland.

Hallveig frænka (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 11:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband