Þegar Ágúst Ísleifur týndist í Kaupmannahöfn

Ágúst Ísleifur týndist næstum því í rúminu heima hjá Sigrúnu í Köben:

Köben 010

En sem betur fer fannst hann aftur.  Annars hefðum við sennilega ekki farið á veitingastaðinn seinna um daginn þar sem hann heimtaði ris á la mande í eftirrétt (hann fékk það ekki, ekkert dekur hér...)

Köben 008

En nú er ég orðin grasekkja einu sinni enn, Ágúst stunginn af á tveggja daga námskeið í Kaupmannahöfn.  Hann kemur aftur á föstudagskvöld, svo sting ég af til Íslands á laugardaginn.  Stærstu áhyggjurnar eru hvort Ágúst standi sig í að brenna dagatalskertið eftir að ég fer, ekki viljum við koma heim 29. desember og sitja uppi með óbrunnið kerti...

Síðan ætla ég ekki að reyna að útskýra af hverju barnið er að gera fimleikaæfingar úti í glugga hálfklætt í spariföt, en á þessum aldri er maður bara flottur sama hvernig maður er klæddur og sama hvað maður er að gera.

Jólakortamyndataka 017


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Prýðileg hamstringsteygja

Sibba (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 20:49

2 Smámynd: Sólbjörg Björnsdóttir

híhíhí.... frábært blogg og Ágúst Ísleifur á greinilega framtíðina fyrir sér í fimleikunum!! :-)

Væri ekki gott samt að koma heim 29. des..?? Þá getiði haldið áramótin aftur í útlöndum...

Sólbjörg Björnsdóttir, 14.12.2008 kl. 09:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband