Ókei það þarf að hafa viss atriði á hreinu

Hvort notar maður tannþráðinn á undan eða eftir tannburstun? Við Sigrún Magna erum agalega ósammála, ég segi á undan, hún á eftir.  Ég vil ekki moka jakkinu milli tanna út í nýskúraðan munn, hún vill ekki bursta gumsinu á tönnunum milli nýþræddra tanna.  Þetta er grundvallarspurning sem verður rædd alla helgina.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyrir og eftir virðist vera eina rétta svarið ;)

Guðrún Rúts (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 14:55

2 identicon

1. bursta

2. skafa

3. bursta aftur

Eyþór (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 22:32

3 Smámynd: Móðir, kona, sporðdreki:)

Breytir engu máli hvenær þetta er gert, bara að þetta sé gert. Sko minnir að ca hálftíma eftir að við erum búin að bursta þá byrja sýklar að setjast aftur á tennurnar þannig að í raun þyrfti maður stöðugt að vera með burstann upp í sér:) En s.s. einu sinni á dag að nota tannþráð, verðið ekkert með betri tennur þó svo að þið þrífið 100 x á dag og breytir engu máli hvort það er fyrir eða eftir eða bara þegar þið vaknið og hafið ekki burstað í marga klukkutíma:) Svo mörg voru þau orð og ekki rífast stelpur mínar:)))

Móðir, kona, sporðdreki:), 5.12.2008 kl. 23:47

4 identicon

1. Bursta
2. Tannþráður
3. Munnskol
4. Málið er dautt

Jóhanna (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 00:34

5 identicon

Ég er sammála systur minni í þessu eins og svo mörgu öðru :)
Stundum bursta ég líka aðeins yfir á milli tannþráðs og munnskols.

Dagbjört (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 17:45

6 identicon

Fyrirgefðu Lára. Ég vissi ekki að þetta ósamkomulag myndi hafa svona djúpstæð áhrif á þig. Verð að viðurkenna að ég mun halda áfram að nota tannþráð eftir tannburstun (því það er það eina rétta) og sofa róleg í framhaldinu.

Sigrún hin ósammála (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 21:49

7 Smámynd: Lára Bryndís Eggertsdóttir

Tjah við erum allavegana sammála um það Sigrún að það er út í hött að skola ekki tannkremsslefið burt eftir burstun. Annars væru sennilega engar forsendur fyrir frekari vinskap.

Lára Bryndís Eggertsdóttir, 7.12.2008 kl. 19:13

8 identicon

Hvernig gastu í öll þessi ár? Þvílík vonbrigði.

Haukur (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 10:27

9 identicon

Jú það er rétt, við vorum merkilega sammála um það atriði. En ég steingleymdi að leyfa þér að smakka bleika flúormunnskolið mitt sem ég keypti á tilboði í nettó. Það er ógeð!

En takk fyrir síðast, vonandi ertu betri í hálsinum.

Sigrún (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 11:11

10 identicon

En hvor ykkar er með meiri tannskemmdir?

Halldóra (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 09:27

11 Smámynd: Lára Bryndís Eggertsdóttir

Aaa... loksins kemur málefnalegt innlegg, doktorsneminn í lýðheilsufræðum sér að sjálfsögðu hvernig á að komast til botns í málinu.  Nú verðum við Sigrún báðar að skella okkur til óháðs tannlæknis að láta meta stöðuna.  Spurning hvort þú hættir ekki þessu krabbó-kjaftæði Halldóra og skiptir yfir í tannburstunarfræði?

Lára Bryndís Eggertsdóttir, 9.12.2008 kl. 09:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband