Þæga barnið...

...hefur ekki sagt orð í allan dag.  Liggur núna og lúrir, sofnaði bara með dótið sitt.  Hef heyrt að það séu til svona börn sem dunda sér sjálf, sofna sjálf og kvarta aldrei, en grunaði ekki að Ágúst Ísleifur yrði eitt af þeim.  Greinilega enn þá slappur.  Þetta er dálítið eins og sæludagur Ágústar eiginmanns míns daginn eftir brúðkaupið.  Ég var orðin slæm í hálsinum fyrir brúðkaupið, kláraði röddina á brúðkaupsdaginn og kom ekki upp orði daginn eftir.  Ágúst naut þagnarinnar og rólegheitanna út í ystu æsar og sagði með eftirvæntingu "verður þetta alltaf svona?".  En neiii... honum varð víst ekki að ósk sinni Tounge

Annars er Ágúst Ísleifur allur að hressast, meltingin komin í nógu góðan gír til þess að hann er búinn að gera bæði nr. 1 og 2 í rúmið (nr. 2 m.a.s. 2x) vegna ofurtrúar móðurinnar á að það kæmi ekki neitt út um þann endann og fínt að nota tækifærið og viðra bossann.  Þeinkgod fyrir að hann lá á undirbreiðslu.  Ég vil engar spurningar um af hverju honum hafi tekist að kúka tvisvar í rúmið með skömmu millibili að móður sinni áhorfandi.  ("Ágúst Ísleifur, af hverju ertu með kúk á tánum? Ágúst Ísleifur, af hverju er MAMMA ÞÍN með kúk á tánum?" Blush)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hahahahaha! :)

Gott að heyra að hann er að hressast þessi elska.

Dagbjört (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 00:08

2 identicon

Lára Bryndís af hverju er barnið með kúk á tánum?

Takk fyrir síðast, vonandi ert þú sjálf orðin hress og farin að borða eithvað.

Kveðja Amma Guðný, tengdó.

Tengdó (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 17:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband