Setja ekki annars allir kristalsljósakrónuna sína í uppţvottavélina af og til?

Ljósakrónan 007Ţegar viđ keyptum húsiđ erfđum viđ fullt af innbúi í leiđinni og ţar á međal forláta ljósakrónu.  Eini gallinn ađ ađ hann Tage gamli reykti pípu eins og verksmiđjustrompur og ekki ađeins eru veggirnir í borđstofunni dökkbrúnir heldur voru líka tóbakstaumar og annađ ógeđ á kristöllunum (ojćja, kannski ekki alveg ekta kristall).  Tengdamamma sló ekki vindhögg ţegar hún stakk upp á ađ ég skellti draslinu bara í uppţvottavélina.  Ég tók mig svo loksins til í gćr og pillađi ljósakrónuna niđur og rađađi í uppţvottavélina.

   Ljósakrónan 025

Ţađ kom allt glansandi fínt úr oppvaskemaskínunni, en síđan er heilmikil gestaţraut ađ púsla krónunni saman aftur (rétt eins og íslensku krónunni) en ţađ er ađ hafast.

Ólöf Júlía (sem var í heimsókn og fór í morgun) studdi mig mjög í ţessu verkefni, en annars var hún ađ stinga upp á sniđugum heimilisiđnađi fyrir mig - markađssetja afslöppunarfrí í Horsens.  Óvćntur kostur viđ bćinn ađ HÉR ER EKKERT HĆGT AĐ GERA.  Engin söfn sem eru of merkileg til ađ missa af ţeim, engar búđir sem eru of merkilegar til ađ missa af ţeim, engin náttúruundur sem eru of merkileg til ađ missa af ţeim...  Já og danska krónan líka bara allt of há til ađ nokkrum Íslendingi detti í hug ađ gera neitt sem kostar peninga.

En viđ Ágúst eyddum nú peningum í dag.  Hann var í fríi í dag og viđ splćstum í ódýrasta bílaleigubílinn í Horsens.

Lej en Opel Corsa til den rigtige pris

Höfđum ekki miiiiklar áhyggjur af ţví ţó hann subbađist ađeins út viđ nokkrar ferđir í endurvinnsluna, og svo skutluđumst viđ til Árósa í smá IKEA-skemmtiferđ og kíktum ađeins á miđbćinn.  Dýrt spaug, eins gott ađ eiga ekki bíl, bensíniđ sem viđ notuđum í smá útréttingar á einum sólarhring kostađi 270 danskar krónur, ţorir einhver ađ reikna ţađ yfir í íslenskar á genginu 19?

Síđan er ekkert lát á gestaganginum, Haukur tekur viđ af Ólöfu (lendir beint í volgu rúmi) og verđur fram á sunnudag, á eftir ađ finna einhver sniđug verkefni til ađ ţrćla honum út.  Veit samt ekki hvort hann er rétti mađurinn til ađ klára ađ samle kristalsljusekronen


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einhversstađar las ég ađ bílafloti Dana vćri 15 árum of gamall - ţađ sést kannski best á bílaleigubílnum!! En gott ađ hafa ţetta ljósakrónutrikk á bak viđ eyrađ... ekki ţađ ađ hér sé kristalsljósakróna, en mađur veit aldrei!

Elín Björk (IP-tala skráđ) 30.9.2008 kl. 20:07

2 identicon

Til hamingju međ hreinu ljósakrónuna. Ţađ verđur gaman ađ dást ađ henni er ég kem í heimsókn.

Danska krónan er dýrasta krónan komin í 20 isl. kr. og kanski meira núna er ég skrifa ţetta algert rán. Enda búiđ ađ rćna bankanum mínum.

Tengdó (IP-tala skráđ) 30.9.2008 kl. 21:35

3 identicon

Reyndar á mörkunum ađ ég sé međ smá samviskubit yfir ađ hafa manađ ţig upp í ađ tína niđur ljósakrónuna og svo fariđ án ţess ađ hjálpa ţér ađ púsla henni saman aftur! En nei annars, ég er alveg samviskulaus.  HA HA!

Ólöf ei lengur skólöf (IP-tala skráđ) 1.10.2008 kl. 20:28

4 Smámynd: Lára Bryndís Eggertsdóttir

Já vertu bara samviskubitslaus ţú Ólöf hin samviskulausa, slatti af ljósakrónu enn ţá á matarborđinu og Haukur neitar ađ borđa kvöldmat nema ég klári ađ púsla.  Gengi hrađar ef ég vćri ekki alltaf ađ skipta um skođun hvernig ég rađa ljósakrónunni upp.  Já og gengi enn hrađar ef ég hefđi ekki rokiđ af stađ í ađ mála stofuna...

Lára Bryndís Eggertsdóttir, 2.10.2008 kl. 16:15

5 Smámynd: Sólbjörg Björnsdóttir

híhíhíhí hahahaha... fékk algjört hláturkast ţegar ég sá kristalsljósakrónuna í uppţvottavélinni!! Takk fyrir ţetta yndislega skemmtilega blogg :)

Sólbjörg Björnsdóttir, 2.10.2008 kl. 19:38

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband