Nýjar reglur á heimilinu

Nú eftir að við fengum okkur fína baðinnréttingu með speglaskápum hefur húsmóðirin séð ástæðu til að setja strangar reglur:

BANNAÐ AÐ NOTA TANNÞRÁÐ FYRIR FRAMAN SPEGILINN

Svo er líka komið agalega strangt þrifaplan, ég var hálfpartinn miður mín þegar ég ryksugaði stofuna að óþörfu á miðvikudaginn (þ.e. það var ekki von á gestum), en sem betur fer meldaði Erla Elín sig svo í mat kvöldið eftir, hjúkk.  Rafmagnið þar að auki svo dýrt í baunalandi að það borgar sig eiginlega ekki að ryksuga, frekar að bíða þar til ógeðið er orðið nógu mikið til að raka það.

Desuden er það helst að frétta á heimilinu að ég bakaði rúgbrauð í gærkvöldi/nótt, hef aldrei áður bakað þrumara, en hefur staðið til í ca. 10 ár.  Helmingaði uppskriftina nema setti óvart orginal sykurmagn, enda er brauðið algjört lostæti.  Verður svo gaman að vita hvernig andrúmsloftið verður á morgun.

Litli kútur orðinn heill heilsu, samt spurning hvort teljist normalt að hann svaf þrjá góða lúra í dag án þess að honum væri sagt að gera það.  Var kannski að vinna upp nætursvefninn, þyrsta barnið drakk sex sinnum í nótt, segi og skrifa sex sinnum.  Og nei það voru ekki bara smásopar og svo aftur að lúlla, móðirin tæmd inn að lungum í hvert sinn.  Ég hélt nú að hann væri að grínast þegar hann heimtaði 4. drykkinn kl 03.00, en honum var fúlasta alvara.  Svo vakti ég pabbann þegar ég gafst upp á ótrúlega hressum Ágústi Ísleifi upp úr 8 og sagði honum að passa ofvirka barnið úr því að það vildi ekki sofa.  Og hvað gera þeir annað en að leggja sig, aaarrrrggg af hverju hef ég ekki þessi syfjuáhrif á stráksa.

Yfir og út, farin að sofa.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

haha, gerðum einmitt einu sinni þessi mistök, gerum yfirleitt tvöfalda uppskrift nema einu sinni bara einfalda og þá tvöfaldaði bóndinn sírópsmagnið af gömlum vana. Brauðið hefur aldrei verið betra :D

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 13.9.2008 kl. 20:49

2 identicon

Ég einmitt hugsaði þetta þegar ég var hjá ykkur um daginn og passaði mig extra vel á því að skvetta ekki þannþráðsafurðum á spegilinn. Vona að það hafi tekist sæmilega.

Dagbjört (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 20:40

3 Smámynd: Lára Bryndís Eggertsdóttir

Nú var þetta þá kannski þitt en ekki mitt sem ég var að skafa af speglinum um daginn?  Eins gott að ég á góða rúðusköfu...

Lára Bryndís Eggertsdóttir, 16.9.2008 kl. 10:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband