Ágúst Ísleifur kominn heim til sín

Loksins birtast myndir af kappanum! Við komum loksins heim í gær, föstudag.  Hálfgert ólag á brjóstagjöfinni og þess vegna vorum við lengur en til stóð, litli maðurinn ákaflega svangur og æstur en hefur ekki alveg þolinmæði til að liggja á brjósti, og vill líka gjarnan naga móður sína með tilheyrandi óþægindum svo það hefur aðeins þurft aðstoð pumpu til að mjólkin endi á réttum stað.

En hér liggur Ísleifur litli sofandi uppi í rúmi hjá mömmu sinni.

IMG_0197 

Hann þurfti náttúrulega hefðbundna læknisskoðun, ekki annað að sjá en drengurinn sé alheilbrigður (og þar að auki fullkominn...)

IMG_0215

Með eindæmum fallegur þar sem hann liggur í mömmufangi, hálfhissa hins vegar þegar pabbi reynir að blekkja hann með fingrinum, það vita nú allir að það kemur engin mjólk úr vísifingri.

IMG_0218   IMG_0326

Og sefur vært.

IMG_0243

Skoðar líka umheiminn.  En er þó ekki alltaf alveg sáttur, enda töluverð viðbrigði að vera kominn úr móðurkviði þar sem lífið er alltaf eins og það á að vera, út í stóra heiminn þar sem maður verður stundum svangur og blautur og kaldur... 

IMG_0300    IMG_0315

En það lagast aftur. Og sjáið myndarlegu hendurnar, efnilegur organisti!

IMG_0318    IMG_0334

Framan af var Ágúst Ísleifur mjög ólífsreyndur, hafði bara komið inn í tvö herbergi á stuttri ævi, fæðingarstofuna og svo stofuna okkar inni á sængurlegudeildinni.  En á föstudaginn dró heldur betur til tíðinda!

Hann fór í fyrsta baðið sitt, fannst það reyndar bæði blautt og kalt.

IMG_0356 

Síðan var komið að því að klæða sig í fyrsta skipti, fram að því hafði hann bara kúrt á bleiunni hjá foreldrum sínum, og hafði reyndar ekki einu sinni lagst í vöggu.  En drengurinn er svo ljónheppinn að hafa fengið fínan prjónagalla af Hauki móðurbróður, amma hans prjónaði gallann árið 1969 (löngu áður en Haukur fæddist) en húfan týndist reyndar fyrir einhverjum áratugum svo ég prjónaði nýja með tilþrifum.

IMG_0376

Búningurinn er reyndar heldur stór enn sem komið er, en það stendur til bóta.

IMG_0397

Síðan var komið að ferðalagi nr. 2, (fyrsta ferðalagið var að koma í heiminn).  Við löbbuðum alla leið yfir götuna heim í Lindeparken, Ágúst Ísleifur kúrði bara í burðarsjalinu framan á mömmu sinni og kippti sér ekkert upp við þetta.

IMG_0399

Þá er bara eftir að venjast lífinu með barn á heimilinu, ótrúlegt hvað þessi innan við þrjú kíló eiga eftir að breyta lífi allra í kringum hann!  Það er heilmikil vinna að sinna honum, aðallega brjóstagjöfin sem tekur tíma og orku, ég sit til skiptis með drenginn í fanginu að reyna að setja hann á brjóst, eða með brjóstapumpuna svo hann fái sitt þó hann sjúgi ekki.  Síðan skiptumst við á að gefa honum af litlu staupi, nú eða hjálpumst að þegar illa gengur...  (þess vegna hefur líka tekið dálítinn tíma að koma myndunum inn).

En við foreldrarnir erum að sjálfsögðu alsæl með litla manninn og hlökkum til að sýna umheiminum hann betur þegar við komum til Íslands, líklega upp úr miðjum júlí.  Þangað til verða myndir að nægja!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

jeminn einasti hvað hann er sætur! Mússí múss... og svo lítill... awww.. Hlakka mikið til að fá að máta hann í júlí! ííhaaaa... :)

Arnbjörg (IP-tala skráð) 28.6.2008 kl. 13:42

2 identicon

Alveg hreint dásamlegur litli drengurinn ykkar, vel gerður og myndarlegur.  Hlakka mikið til að fá hann í fangið í júlí.  Gangi ykkur vel með brjóstastússið, það getur aldeilis tekið á líkama og sál.  Ánægð með burðarsjalið

Sibba (IP-tala skráð) 28.6.2008 kl. 14:09

3 identicon

Jiiisús minn , hef sjaldan séð fallegra barn, ekkert smá svipsterkur! Ég verð að segja að mér finnst hann mjög likur þér Lára á grettumyndinni, kannast mikið við þessa grettu þegar þú ert að teygja þig :) Hlakka rosa til að knúsa þennan fjallmyndarlega dreng í júlí sem og ykkur öll :)  

Hildur Guðný (IP-tala skráð) 28.6.2008 kl. 14:10

4 identicon

Óskaplega er þetta myndarlegur drengur!  Innilega til hamingju og gangi ykkur öllum vel :-)

vala og jóhanna (IP-tala skráð) 28.6.2008 kl. 16:03

5 Smámynd: Móðir, kona, sporðdreki:)

Fallegur litli strákurinn ykkar Stórgóð myndin af honum þar sem Ágúst er með fingurinn upp í honum haha, gott að allt gekk vel, brjóstagjöfin getur tekið á en það kemur allt saman:) Kveðja til ykkar þriggja, Erna H

Móðir, kona, sporðdreki:), 28.6.2008 kl. 17:53

6 identicon

Óskum ykkur innilega til hamingju með þennan dásamlega dreng.  Hlökkkum til að kíkja á  Ágúst Ísleif, síðar á þessu ári, enda ekki svo langt að fara. Það verður líka ekkert mál fyrir okkur að muna afmælisdaginn þar sem við höfum 9 ára reynslu af því að halda barnaafmæli á Jónsmessu (24. júní). Hafið það sem allra best, - Jóhann Davíð.

Jóhann Davíð og fjölskylda (IP-tala skráð) 28.6.2008 kl. 23:24

7 identicon

Kæru Erna og Eyþór og Jóhann Davíð og allir hinir.  Takk fyrir góðar kveðjur.  Verið öll hjartanlega velkomin í heimsókn ef og þegar þið hafið tök á :)

Ágúst (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 07:03

8 identicon

Hjartanlega til hamingju með fallega drenginn ykkar.

Kær kveðja,

Gróa.

Gróa Hreinsdóttir (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 12:15

9 identicon

Myndarlegur strákur hann Ágúst Ísleifur, algjör sjarmör :) Hlakka til að sjá hann í júlí!

Halldóra Viðarsdóttir (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 12:22

10 identicon

Gradúlera. enn og aftur! Yndislegur, frumburðurinn!!! Svoooo sætur og fínn

Mamma, Imba og Steini biðja kærlega að heilsa!

Hlakka til að sjá ykkur á skerinu

Kossar & knús

Sigga Pé (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 14:33

11 identicon

Jiminnnn hvað maður er sætur... til hamingju með djúsí nr. 6, það er semsagt orðið ljóst að næsta kynslóð verður blandaður sönghópur!

hlakka til að máta drenginn!

 knús

Lovísa (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 14:48

12 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Hann er æði, bara svo einfalt.

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 29.6.2008 kl. 15:07

13 identicon

Yndislega fallegur drengur og ég hlakka mikið til að sjá ykkur síðar í sumar. Hafið það sem allra best.

Dagbjört (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 16:54

14 identicon

Hann er ótrúlega flottur þetta litla grjón.

Jóhanna (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 07:06

15 identicon

Þvílíkur myndardrengur :) Innilega til hamingju!

Bjarnheiður (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 09:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband