Ofvirknin að mér sækir

Einhvern tímann hef ég heyrt sögur af konum sem byrja alltaf að mála 2 sólarhringum fyrir fæðingu eða skella sér í einhverjar álíka framkvæmdir sem henta ekki ófrískum.  Ég vona að þetta sé almennur sannleikur því ég byrjaði í gær að príla upp á stól að festa upp rúllugardínur í svefnherbergið.  Heilmikið mál satt best að segja, fyrst skrúfa niður brautina fyrir venjulegu gluggatjöldin (þarf að færa hana utar), setja upp festingarnar fyrir rúllugardínurnar (og laga þær til nokkrum sinnum því ég setti vitlausar festingar og á vitlausa staði etc, smá hafragrautur í hausnum), mæla svo og klippa gardínurnar og saga niður stangirnar, líma gardínurnar á stangirnar (ahemm hversu vel skyldi það hafa verið gert) og loksins smella draslinu í festingarnar.  Þetta tók aaaaaallllllan daginn og helling af samdráttum huh (nema hvað það er besta mál því blessað barnið er ákaflega velkomið í heiminn).

Svo fórum við að sofa.  Svo losnaði límingin á rúllugardínu nr. 1 Whistling og Ágúst lagaði það, svo sagði hann mér í morgun að líming á nr. 2 hefði líka losnað í nótt, þarf aaaaðeins að kíkja á þetta...

En allavegana á ég bara eftir að setja gluggatjaldabrautina upp og hengja nýþvegnu "venjulegu" tjöldin á sinn stað, þá verður orðið fínasta myrkur í svefnherberginu og hægt að kenna barninu mun á nóttu og degi.  Merkilegt nokk þá er nefnilega ótrúlega bjart í Danmörku í júní, dimmir reyndar um svipað leyti og við förum að sofa, en birtir fáránlega og óþægilega snemma.

En ofvirknin náði ekki bara til stólaprílsins og skrúfjárnsins, mér fannst nefnilega nauðsynlegt að fara út að hjóla áðan þegar ég var búin með morgunmatinn! (sem var reyndar súkkulaðikaka og kókómalt, hrærivélin hefur greinilega slæm áhrif á annars leiðinlega heilsusamlegt mataræði mitt).  Settist á mitt kæra fjallahjól, hjólaði endilanga götuna og til baka Happy geðveikt góð.  Maginn liggur reyndar aðeins niður á hnakknefið, lærin rekast í og stýrið mætti vera hærra, þyrfti eiginlega að vera á hollensku hjóli þar sem maður situr alveg uppréttur.  En þetta get ég nú samt Cool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ahhh man vel eftir björtum sumarnóttum í Sverige, og skemmtilegum tilfæringum að koma upp myrkvunartjöldum ehehehemmm...

Ekki fæða barn á hjólinu, getur ekki verið gott! En farðu endilega að fæða... Þú veist að ef þú skrifar ekkert hérna inn í 1 dag halda allir að þú sért komin upp eftir og sms-in fara að hrannast inn hjá þér! Hef reynslu af þessu skoh. Þannig að passa að skrifa á hverjum degi þangað til tíminn er kominn

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 09:47

2 Smámynd: Lára Bryndís Eggertsdóttir

Minnir mig á það að ég ætlaði að kenna Ágústi á bloggið svo hann geti verið fréttaveita þegar fjörið byrjar og ég verð of skapstygg til að skrifa...

P.S. keypti brjóstagjafapúða með bangsímonmyndum þér til heiðurs Hrafnhildur

Lára Bryndís Eggertsdóttir, 20.6.2008 kl. 10:59

3 identicon

Lara min ert tu nokkud ad fara a limingunum !

ammakisa (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 13:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband