Ein ég sit og sauma

og er sko ekkert á leiðinni snemma í háttinn, enda er ég ekki að fara að spila í einni einustu messu í fyrramálið.  Held að þetta sé í annað skiptið á æfinni sem ég skrópa í messuspili útaf veikindum! Hitt skiptið var þegar ég var ca. 17 ára með flensu...  Merkilega erfitt samt að ákveða svona nokkuð, hellings peningur fyrir tvær messur og allt það, og mar liggur ekki bara heima í bælinu af því að "æ ég er kannski ekki alveg alveg nógu hress", en hú givs a þú veist, þarf að passa upp á krakkagemlinginn, snemma byrjar það.

Í staðinn sit ég samviskusamlega fyrir framan sjónvarpið með saumadótið (nó kidding), er nú einu sinni að sauma Skaftafellsrósina með íslenskum krosssaumi (og hef verið að því síðan í desember 2006 ahemm)

storros

En þetta er allt að koma, verður agalega fínn púði eða veggmynd eða eitthvað.  Næst kemur "Drottinn blessi heimilið", veit einhver um flott design á soleis? (Gud blesse hjemmet)

Svo er líka spurning hvort ég leggi í að prjóna á afkomandann úr því að ég er svona mikið í því að hanga heima.  Ætla mér nú ekki stóra hluti í þeim efnum, á ekki sjens í t.d. Sibbu og Auði sem byrjuðu að prjóna á sín krútt þegar þær voru í leikskóla held ég, og tengdó er nú verðugur fulltrúi fyrir heila ætt í að prjóna á belgverjann...

En - ég er samt sem áður með stór áform, hafði dottið í hug að kannski réði ég við að prjóna svona hosur á krúttið, en ég fékk enn þá betri hugmynd - ætla að prjóna svona smábarnavettlinga sem eru ekki einu sinni með þumal!  Hið fullkomna verkefni fyrir óþolinmóðu manneskjuna! Pínkupínkulitlir...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ sæta, alltaf gaman að kíkja á síðuna þína.  Voða mikið að gerast, þú þyrftir nú að kíkja í Fjörðinn er það ekki ?

Luv, Kata 

Katrín Jónsdóttir (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 14:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband