Grasekkjan komin heim

Ekki nóg með að ég vorkenndi mér sjálf heldur voru aðrir farnir að vorkenna mér og slegist um að sækja mig á völlinn, ekki hægt að láta þessa svekktu og óléttu og kvartandi grasekkju taka rútu eins og almúginn.  Gísli hreppti hnossið og byrjaði á því að tilkynna mér að mamma væri að baka hjónabandssælu, svona af því að mín hjónabandssæla er eitthvað tæp þegar við hjónakornin erum í sitthvoru landinu?  Síðan var byrjað á að fóðra mig á kakói og köku, svo lá ég í leti uppí sófa (n.b. enginn sófi í Sjafnargötunni, varð að nota tækifærið) og ætlaði nú einhvern tímann heim, mamma stakk upp á að horfa á vídjó, svo var spaugstofan að byrja, svo kom þessi fína mynd í sjónvarpinu..  Einhvern veginn var líka ekkert sérstakt sem dró mig heim, enda ekkert þar!Tounge

En frá Danmörkinni er það að frétta að Ágúst og Haukur tæmdu gáminn í gær með aðstoð heillar hrúgu af Íslendingum, ég hafði greinilega staðið mig þvílíkt vel í almannatengslum! Og það án þess að hitta nokkurna mann, svona er tölvuvæðingin...  Ágúst sagði síðan að við ættum alveg yfirdrifið af búslóð/húsgögnum í húsið, áhugavert með tilliti til þess að húsið er meira en helmingi stærra en íbúðin í Sjafnargötunni!!! (fannst einhvern tímann einhverjum að það væri svolítið troðið í stofunni??) Já og nágrannarnir komu með blóm, helvíti eru danirnir næs! ég mein voða eru þeir hyggeligir.

Haukur er svo á heimleið og Ágúst einn eftir á farfuglaheimilinu, grasekkill á gistiheimili, það hljómar hálf-trist...  Já btw hann er kominn með danskan gsm +45 27 19 61 40 (og ef ég þekki hann rétt er hann ekki búinn að segja nokkrum manni frá því Wink og öll sms og hringingar til hans síðustu daga hafa bara brotlent í Atlantshafinu)

En ég vaknaði óvart allt of snemma (á dönskum tíma), búin að lesa fullt af blöðum og borða morgunmat 2x og ætla núna að skella mér í að spila 2 stk. fermingar í Grafarvoginum, bæjó spæjó.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband