Hrós dagsins

Fær Ólöf sem kom og mooookaði kristal og postulíni oní kassa með aðstoð ca. 30 m af búbbluplasti (og ég er ekki einu sinni að ýkja með búbbluplasti, er með kvittun upp á það).  Hún fékk líka fullt af konfekti og súkkulaði og sörum, já og líka hrökkbrauð með kindakæfu frá tengdapabba, þið sjáið að það er ekki amalegt að koma í pökkunarteiti á Sjafnargötunni!

Ég er aðeins bjartsýnni núna á að takist að pakka öllu, er allavegana búin að pakka meirihlutanum af bókunum og öllum kri&pos-skápnum + slatta af kristalsvösum og dótaríi, þvílíkt og annað eins sem við eigum af fínum glösum og diskum, allir að mæta í matarboð í Lindeparken! Happy

Þá er bara eftir restin af stofunni (ýmislegt smádót og svo öll dýrin og hljóðfærin), góssið í skápunum í skrifstofunni (m.a. fullt af fínerís-erfðagóssi og svo bara ahahalllt mögulegt), allt eldhúsið, baðherbergið, geymslan, útidótið, hjóladótið, íþróttadótið...  Æ nú er ég aftur hætt að vera bjartsýn Gasp iss hef nú alveg 10 daga...

En að allt öðru, veit einhver á hvaða vef er best að auglýsa til sölu teppi/risamottur úr Barmahlíðinni fyrir Elínu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þóra Ingvarsdóttir

Hmm. Á hverskonar verði væru þessi teppi/risamottur ...? Varla námsmannaverði?

Þóra Ingvarsdóttir, 3.3.2008 kl. 10:10

2 Smámynd: Lára Bryndís Eggertsdóttir

haha ábyggilega uppskrúfuðu græða-peninga-verði...  nei djók ábyggilega meira spurning um að losna við þetta á gáfulegan hátt frekar en að henda.  En þetta eru svona risa-wannabe-persnesk teppi sem ná yfir heilar stofur, spurning hvort þau séu við námsmanna smekk!

Lára Bryndís Eggertsdóttir, 3.3.2008 kl. 19:31

3 Smámynd: Þóra Ingvarsdóttir

Þau eru við smekk námsmanna sem eru algjörlega með ofnæmi fyrir því að hafa ber gólf, svo lengi sem verðið er líka við smekk umræddra námsmanna ...

Þóra Ingvarsdóttir, 3.3.2008 kl. 23:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband