Jólahugleiðing

Fyrst það sem máli skiptir: Ágúst fékk í skóinn en ekki ég.  Ekki einu sinni kartöflu, mér líður svolítið eins og jólasveinninn hafi gleymt mér.  Kannski það sé refsingin fyrir að ég sendi engin jólakort í ár, en í staðinn kemur hér jólakveðja:

Gleðileg jól kæru vinir og ættingjar nær og fjær!!

Síðan liggur við að ég þurfi að afsaka það að ég sé að nördast í tölvunni á aðfangadag, en það er bara frekar tómlegt í kotinu því Ágúst er að vinna, og það til kl 21 í kvöld Errm og ég þarf að mæta kl 23 að spila í messu, glatað.  En það verður þó ekkert tómlegt hér í kvöld því Pabbi, Haukur bró, tengdamamma og tengdapabbi og Hallveig systir Ágústar verða hjá mér í mat!  Jólaöndin verður sko ekki óétin, óekki.  En ég á enn þá eftir að búa til jólabúðinginn hennar mömmu, spennandi...

En síðan er komið að tilkynningu ársins:

Nýr fjölskyldumeðlimur í vændum!!

Og nei, ég er ekki að fara að fá mér nýtt hjól heldur eigum við von á barni í sumar, mjög fínu held ég meira að segja.  En fiskisagan er nú löngu flogin þannig að það vita þetta kannski allir...  Var í fyrstu mæðraskoðun fyrir viku og ljósmóðirin hlustaði á hjartsláttinn og sagði að þetta væri ábyggilega stelpa.  Gaman að vita hvert ágiskunarhlutfallið er, 50%?  Ágúst fylgdist reyndar vel með í 12 vikna sónar og sagðist ekki hafa séð neitt sem benti sérstaklega til að þetta væri strákur, en þetta var einmitt 12 vikna sónar, ekki beinlínis fullþroskað barn í maganum á mér!  Þetta verður æsispennandi...

En nú er það jólabúðingurinn, gangi mér vel Wizard


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það sem kemur mér mest á óvart í þessu öllu saman er það að þú hafir ekki fengið í skóinn. Gleymdirðu kannski að senda jólasveininum bréf og taka það skýrt fram hvar þú býrð og hvað þú vilt? :) Þeir þurfa nefnilega stundum smá hint þessir ,,jólasveinar"...

Enn og aftur til hamingju með bumbuna, efast ekki um gæði þessa tilvonandi barns.

Dagbjört (IP-tala skráð) 26.12.2007 kl. 21:58

2 Smámynd: Móðir, kona, sporðdreki:)

Gleðileg jólin og vonandi heppnaðist Andrés Önd sem ég efast ekki um að hann gerði. Gleymdi jólasveinninn skónum þínum tja maður spyr sig um hegðun skóeigandans, kannski voru böppurnar bara búnar :) Þetta verður stelpukrútt engin spurning,  mér var alltaf sagt að ef það sæist ekki aftan á manni að maður væri óléttur þá væri þetta stelpa haha yeah right, ég var eins og fíll alveg sama hvar á mig var litið og voila ég fékk stelpu:) En þetta var nú svona út fyrir efnið:) Gangi þér vel með bumbuburðinn, þetta er gaman en enn meira gaman þegar krílus stingur sér út:) Kveðjur frá Akureyris Erna

Móðir, kona, sporðdreki:), 27.12.2007 kl. 22:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband