Orsök og afleiðing?

Orsök: Aðeins of bissí helgi

Gekk á þrjú fjöll á laugardaginn (reyndar hvert öðru ómerkilegra), spændi um alla Heiðmörk á hjólaæfingu á sunnudagsmorgni og í ræktina á eftir, fór svo á jólatónleika að hlusta á Ágúst syngja og stjórnaði þar á eftir einum kvennakór á aðventukvöldi, svo kórstjórnartími á mánudagsmorgni og eftir það var kominn tími á að leggja sig en endaði samt í Kringlunni með mömmu að kaupa jólagjöf handa væntanlegu systurdótturinni og skar svo út laufabrauð allt kvöldið.  Ágúst spurði mig hvort eitt fjall hefði ekki verið nóg, ég ætla ekki að svara þessu.

Afleiðing: Hausverkur dauðans

Lá allan þriðjudaginn heima með hausverk (nema þegar ég skrapp að spila með sama kvennakórnum á kvenfélagsfundi) og er enn þá volandi á miðvikudegi :(

En:

Fjallgöngurnar voru mjög skemmtilegar, hjólaæfingin var mjög skemmtileg, laufabrauðið er mjög gott.  Sérstaklega með reyktum magál, mmm...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband