Lokahnykkurinn á lítillætisleysinu

Aðalfundur hjólreiðafélagsins Hjólamanna var áðan, og hver skyldi hafa verið valin Hjólamaður ársins annar en hjólakonan frækna Lára Bryndís Eggertsdóttir.  Ætli Íslandsmeistaratitillinn (og öll hin gullverðlaunin) hafi ekki komið sterkur inn...  En annars er að verða komið nóg af þessu sífellda hjólarausi, og m.a.s. líka komið nóg af því að þurfa að geyma hjólin inni á gangi, það væri ágætt að fá pláss í bílskúrnum fljótlega aftur fyrir fjallahjólið, hæpið að ég þori að setja fína racerinn þangað inn aftur, hann verður bara að vera í hjónarúminu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Innilega til lukku mín kæra, átt þetta svo sannarlega skilið  

Við Þorbjörg Þula hlökkum til að kíkja í heimsókn - treystum á að 5 laufa vöfflujárnið verði í notkun

Sibba (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 01:10

2 Smámynd: Móðir, kona, sporðdreki:)

Til lukku með það:) Maður á auðvitað að vera ánægður með sig ef vel gengur....engin spurning... Kv Erna

Móðir, kona, sporðdreki:), 16.11.2007 kl. 22:20

3 identicon

Til hamingju með það mín kæra. Það er fínasta hjólageymsla heima hjá mér ef þig vantar langtímageymslu :)

Dagbjört (IP-tala skráð) 17.11.2007 kl. 14:44

4 identicon

Nauh! Tillukku

Guðný (IP-tala skráð) 18.11.2007 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband