Hverjum dettur í hug að trúa tveggja ára barni fyrir leyndarmáli

og halda að það kjafti ekki frá?  Elín stóra systir er nefnilega með stelpu í bumbunni og það er búið að ákveða nafnið en ekki segja neinum nema Selmu!  Við mamma höfum samviskusamlega reynt að toga nafnið upp úr Selmu og loksins tókst það...  Hver er þetta? - Lára.   En hver er þetta? - Amma.  En hver er þetta? - Elín.  En hver er þetta (og þá benti ég á bumbuna) - xxxxx!!!! og nafnið kom, jíhaaaa...  Litla systir Selmu á sem sagt að heita voða fínu nafni og við mamma skömmuðum Elínu ekki neitt.

Annars sitjum við kellur og bökum sörur á fullu (ég greinilega alveg á fullu, þurfum bara að bíða eftir ofninum) og uppskriftin er svo stór að það þurfti að ná í risastóru bolluskálina niður í kjallara til að blanda deigið.  Þeir sem þekkja Elínu vita að partýin hennar eru fjörug og bolluskálin væn eftir því.

Í gær þóttumst við alls ekki vera húsmæður heldur vorum allan daginn í bænum og stóðum okkur mjööööög vel...  Ég var sérstaklega dugleg í hjólabúðinni, Elín segir að ég sé nörd.  Nældi líka í kjól og fleira fínt.  Fáum svo mikið taxfree til baka að við gætum keypt heila búð bara fyrir gróðann mwahahaha.  Förum samt í mollið á morgun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

. . o o O O (LÁRA ætti t.a.m. að ganga beggja vegna Atlantshafsins..?!!!) 

Sigga Pé (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 16:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband