Enginn bikar í kvennaflokki

í Tjarnarsprettinum, en ég auglýsti eftir honum á réttu augnabliki við verðlaunaafhendinguna í Ráðhúsinu í dag og að sjálfsögðu var lofað bikar á næsta ári...

Tjarnarsprettur

Hér er ég í góðri sveiflu og http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4338434/16 hér má sjá mig í stanabuði í sjónvarpsfréttunum.

Nú og Tjarnarspretturinn var ekki síðasta keppnin eins og ég hélt heldur er hin mjög svo hressandi og hefðbundna Kambakeppni í fyrramálið (sun), frá hringtorgi við Hveragerði og upp á heiði, púff.  Ég kem svona frekar líklega til með að setja Íslandsmet í kvennaflokki þar sem enginn kvenmaður hefur gerst svo djarfur að reyna sig í þessari keppni fyrr, spennandi...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju Lára.  Ég get ekki annað en íhugað hvort þínir styrku leggir (og fögru, sbr. þína eigin færslu frá sulli í Krossá) séu ekki orðnir svo vel þjálfaðir að pedalsóló öll í orgelspili verði spiluð á fimmföldum hraða?  Ég gæti alveg hugsað mér að taka þátt í hjólreiðum niður Kambana. 

Eyþór Ingi Jónsson (IP-tala skráð) 23.9.2007 kl. 08:15

2 identicon

Ég elska það hvað þú ert hógvær. Eiginlega bara best í því.
Aftur til hamingju.

Dagbjört (IP-tala skráð) 23.9.2007 kl. 20:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband