Æsispennandi heimsóknir

Heimsókn no. 1

Ég og Mamma og Elín og Selma heimsóttum Kötu frænku systurdóttur Mömmu í gær (dóttur Helgu systur Mömmu sem við heimsóttum um helgina, svona til að þið hafið þetta á hreinu).  Kata og Maggi hennar maður eiga þvílíka barnahrúgu, <1 árs tvíbura, 1 stóran bróður á leikskólaaldri og svo stóru systur í 6 ára bekk.  Stanslaust stuð á heimilinu! Reyndar var einn vinur stóru systur í heimsókn og honum blöskraði svo hamagangurinn (aðallega í stóru systurinni) að hann var að hugsa um að fara bara heim til systkinanna sinna sex...  En litlu tvíburasysturnar eru algjörar rúsínubollur, Selma var nú hálfskelkuð við þær til að byrja með en var farin að þora að rífa af þeim dótið undir lok heimsóknarinnar, dugleg stelpa.

Heimsókn no. 2

Dagbjört vinkona mín úr læknisfræðinni kom í heimsókn til mín í gærkvöldi.  Elín kom með Selmu í pössun til mín og ætlaði aðeins að stoppa, þá hringdi gönguferða-atvinnuveitandinn minn í mig og talaði heillengi (og skipti í miðju samtali yfir í þýsku, svona af því að ég er að fara að gæda á þýsku fyrir hann, weeeiiiird) svo Elín beið, þá mætti Dagbjört og hafði bara selskap af Elínu og Selmu meðan ég malaði á þýsku í símann endalaust lengi.  Svo gat ég loksins farið að elda hafragraut ofan í Selmustelpuna, þá hringdi tengdapabbi og malaði um byggingaframkvæmdir, nú svo loksins gat Selma fengið grautinn sinn, þá fór hún bara að æla út um allt (ég meina út um allt) svo allt fór í panik og Dagbjört fór að þrífa gólfið (sagði það ágætis tilbreytingu frá því að þrífa blóð og legvatn í vinnunni sinni á kvennadeild, nema það væri reyndar ekki svona vond lykt af því).  Elín hætti við að skilja Selmu eftir í pössun og ég keyrði þær heim (Elín sat við hliðina á Selmu tilbúin með dallinn) og Dagbjört elti til að keyra mig heim aftur.  Svo sýndi ég Dagbjörtu kjólana sem ég var að fá í fyrirfram arf eftir ömmu og ýmislegt fleira dásamlega fínt og þá var bara kominn háttatími og Dagbjört fór heim.  Vilja ekki allir koma í svona dæmigerða heimsókn til mín? Það leiðist allavegana engum hjá mér...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er sko dæmalaust skemmtileg tilbreyting að þrífa ælu. Svo var pissað á mig í vinnunni í dag :)

Dagbjört (IP-tala skráð) 8.6.2007 kl. 18:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband