48:15

Héðan í frá megið þið kalla mig "Lára 48:15", var að setja nýtt og glæsilegt met á Esjuna! Bætti reyndar gamla metið um korter og hélt að ég hefði bara verið ágætlega spræk þá, það var fyrir 5 árum og löngu áður en ég fór að æfa hjólreiðar eins og geðsjúklingur í klukkutíma á dag.  Haukur kom með undir því yfirskini að hann ætlaði nú ekki að setja neitt met heldur bara fylgja mér (í rólegheitum sem sagt).  Annað kom á daginn, hann skrölti á eftir mér í spreng allan tímann þar til ég hristi hann af mér í klettunum mwahahahaha og hann bætti óviljandi sitt eigið met um 4 mínútur bara af því að hanga í mér og endaði í 48:30.  Ég best!!! (og óþolandi litlasystir).  Og kom sjálfri mér verulega á óvart, vissi að ég væri góð en að ég væri svona góð...

Nánari upplýsingar:  14:10 að vörðunni þar sem maður beygir annaðhvort til hægri yfir brúna eða til vinstri í skriðurnar (fórum til vinstri), 37:45 að Steini fyrir neðan klettabeltið.  Meðalpúls 182.  Gleymdi göngustöfunum, veit ekki hvort það kom að sök en ætla að hafa þá með næst.

Bannað að kommentera með athugasemdum eins og "Iss ég fór þetta nú á xxx (styttri tími en ég)"  Hins vegar má gjarnan segja "vá hvað þú ert góð, ég vildi að ég væri eins dugleg og þú".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eeee, vá hvað þú ert góð, ég vildi að ég væri eins dugleg og þú!
En í alvöru, þú ert hetjan mín Lára. (hún borgaði mér ekki fyrir að segja þetta)

Dagbjört (IP-tala skráð) 7.5.2007 kl. 23:13

2 identicon

Iss, bætti gamla metið mitt nú bara um 2 mín 42 sek auk þess sem ég fór ekki barnaleiðina upp einhverjar keðjur heldur kleif klettanna eins og guð skóp þá. Þar skildi á milli okkar.

Þá mætti ég alfarið óundirbúinn til leiks, var í þungum gönguklossum, neytti engra lyfja (eins og sumir (sumar (ein))) og stakk Láru ekki ef þegar ég gat á leiðinni upp að klettunum heldur gekk þolinmóður á eftir henni, enda var þetta hún sem var að fara að setja met en ekki ég.

Aðstæður voru hins vegar okkur báðum óhagstæðar, mótvindur og drulla.

Haukur (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 09:45

3 Smámynd: Lára Bryndís Eggertsdóttir

Þú hefðir nú aldeilis ekki sett neitt met kæri hægfara bróðir nema ég hefði teymt þig svona rösklega upp góði minn.  Ég fór heilmiklar krókaleiðir í klettunum til þess að fylgja löglegri, opinberri leið (og hljóp rösklega) meðan þú styttir þér leið eins og einhver apaköttur en dróst samt afturúr.

Lára Bryndís Eggertsdóttir, 8.5.2007 kl. 11:52

4 identicon

Til lukku með árangurinn, hvernig er það, ert þú góð í öllu sem þú tekur þér fyrir hendur?? það lítur svo sannarlega út fyrir það :)  

hallveig (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 15:11

5 identicon

Þú ert að sjálfsögðu hetjan mín - ég hef ekki einu sinni labbað á Esjuna  

Sibba (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 16:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband