Annállinn heldur áfram: Hallveig frænka kom í heimsókn

Áður en við fórum til Íslands í skírnarferð kom Hallveig systir Ágústar í heimsókn. Hún er duglegust systkina okkar foreldranna við að mæta í heimsókn enda býr hún í ekki nema 900 km fjarlægði í Gent í Belgíu, ca. 1/2 sólarhrings lestarferð. Hún var fyrst ættingjanna til að knúsa Heklu Sigríði og fannst það bara ekkert slæmt held ég. Ágústi Ísleifi fannst heldur ekki slæmt að fá skemmtilegu frænkuna í heimsókn. Já og okkur Ágústi Inga fannst það ekki slæmt ef út í það er farið Tounge

8.-28. okt 120 (Large)

Fæðingarorlofið hjá Ágústi var örlítið undarlega samsett svo hann var fyrst í fríi í tvær vikur, vann síðan í tvo daga og aftur frí í tvær vikur. Þegar hann mætti í vinnuna var tekið vel á móti honum (enda kom hann með heimabakað súkkulaðikex) og Hekla Sigríður fékk pakka, ljómandi fínan galla sem stendur "Daddy's little HERO" á. Heimildarmynd um hvað Hekla er fín í búningnum hangir að sjálfsögðu uppi á vegg á Odense Universitetshospital.

8.-28. okt 122 (Large)     8.-28. okt 123 (Large)

Mamma fær nú líka að halda á stelpunni sinni þó að hún sé merkt pabba.

8.-28. okt 134 (Large)

8.-28. okt 144 (Large)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband