Gengur á ýmsu

flugferð 

Ágúst fór í óvænta flugferð á leiðinni í vinnuna á föstudaginn þegar bíll keyrði í veg fyrir hann þegar hann var að hjóla út á lestarstöð. Hann náði að bremsa, flaug af hjólinu og lenti á hausnum. Sem betur fer var hann með hjálm (sem laskaðist ágætlega við fallið) og í þykkum leðurjakka eins og fínasti mótorhjólagaur. Hann slapp óbrotinn en lerkaður og rispaður með bólgið nef.

Meðan Ágúst var að þessu var ég heima að passa lasinn Ágúst Ísleif í staðinn fyrir að fara í skólann, og svo fékk ég krambúleraðan Ágúst Inga heim til viðbótar. Mér varð svo mikið um að ég lagðist sjálf veik á laugardaginn, er búin að vera með leiðindabronkítis heillengi en sló eitthvað niður um helgina og mætti ekki í skólann mánudag og þriðjudag. Ágúst lá í bælinu og át íbúfen þangað til hann mætti í vinnuna í dag þriðjudag. ÁSTAND!!

Best að koma bara með gáfnasögur af barninu: Hann lærir ný orð á fullu (t.d. dúdú = snudda, dida = sitja, diþ = disk, bababi = barbapabbi, ssss = slanga) og er orðinn svo góður í púslunum sínum að ég prófaði í dag að blanda tveimur saman til að viðhalda spennunni. Æ en núna ætla ég að halda áfram að hósta, yfir og út.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jahérna...ég skil vel að þú hafir sjálf orðið veik. Óskemmtileg flugferð! Láttu þér batna sem fyrst! Batakveðjur, Dora :)

Dora (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 10:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband