Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Eiginmaðurinn kom til landsins

Eiginkonan varð ekkert glöð að sjá hann:

Hormottan 1

Nærmynd:

Hormottan nærmynd

Hann var sendur inn á bað að raka sig.  Svo var hann bara sendur aftur til Danmerkur.


"Átta daga á þrekhjóli"

Ég varð að sjálfsögðu überkát að sjá fyrirsögn á mbl.is um 8 daga gamalt barn á þrekhjóli og hugsaði mér gott til glóðarinnar að fara strax að þjálfa litla kút.

http://mbl.is/mm/folk/frettir/2008/05/13/atta_daga_a_threkhjoli/

Varð reyndar fyrir vonbrigðum þegar ég las fréttina.


Íbúðin hjá mömmu að fyllast

Þessar sætu systur eru mættar í heimsókn:

Selma tekur hlé á bakstrinum til a skipta á systur sinni

Eins og sést er búið að þjálfa Selmu til að hugsa um litlu systur sína svo Elín getur einbeitt sér að því að sinna litlu systur sinni (mér).


Megrunarlausi dagurinn í dag

Ber mér þá ekki siðferðisleg skylda til að fara á kaffihús og borða stóóóóra kökusneið? Kannski líka hægt að leysa málið með ís.  Eða súkkulaði ef allt annað bregst. 


Pabbar og brjóstagjafanámskeið

Ég er að fara á foreldranámskeið (fræðslu um fæðinguna og blabla) á eftir, alein að sjálfsögðu því pabbinn er í Danmörku.  Ágúst er líka að fara á foreldranámskeið í dag, aleinn að sjálfsögðu því mamman er á Íslandi!  Það er nebla þannig að við náðum ekki að komast að saman á námskeið áður en Ágúst fór út.  Svo er einn möguleiki fyrir okkur að fara saman á námskeið í Horsens eftir að ég kem út og áður en unginn skýst út, nema hvað foreldranámskeiðið og brjóstagjafanámskeiðið er sama kvöldið þannig að við þurfum að velja á milli.  Ég var eiginlega búin að ákveða að við færum þá saman á foreldradæmið, og viti menn, Ágúst ákvað þá að best væri að hann færi einn á brjóstagjafanámskeiðið fyrir okkar hönd! (sem er í dag líka) Það hefði sjálfsagt verið mjög upplífgandi fyrir jafnréttisumræðuna...  En svo kemst ég ekki að á brjóstagjafanámskeið hér heima svo við förum saman á það úti.  Ég hef aldrei skrifað svona oft um brjóst í jafnstuttum texta.

En ég hef víst fátt annað að skrifa um en óléttu og prjón því það gerist voða lítið í lífinu.  Heimurinn takmarkast við þríhyrninginn sófi-wc-eldhús.  Ég fór út úr húsi á laugardaginn og hafði þá ekki farið neitt síðan á miðvikudag.  Og hvert skyldi ég hafa farið annað en í bleiubúðina að rannsaka taubleiur...  (Jájá segið bara það sem þið hugsið "blessuð vertu þú átt eftir að gefast upp á þessu" en verið samt svo elskuleg að segja það ekki endilega í mín eyru, nennekkaðhlustáetta GetLost, áskil mér samt rétt til að hætta við af taubleiustand af eigin hvötum hvenær sem er).


Hah! Hver er fyrirvinnan á þessu heimili!!

Kom í ljós áðan þegar lækninn eiginmann minn vantaði pening enn einu sinni að hann veit ekki einu sinni reikningsnúmerið hjá mér! Augljóst í hvaða átt peningaflæðið er á þessu heimili mwahahaha.

Það gæti samt breyst eitthvað þegar ég er hætt að fá alvöru laun og skipti yfir á ölmusu frá Tryggingastofnun og Fæðingarorlofssjóði, arg.  Þ.e.a.s. þá get ég ekki lengur séð fyrir Ágústi líka Tounge

(Ok það var þannig í þetta skiptið að hann vantaði pening til að borga danska lögfræðingnum og þinglýsingargjald og eigendaskiptatryggingu og allt mögulegt uppá hálfa gaddem milljón þannig að það telst ekki beinlínis bara uppihald...  og þar á undan var það gámaflutningurinn... kostar sitt að flytja milli landa og splæsa í hús!  En ég er búin að finna snilldarsparnaðarleið, bý hjá mömmu og ét hana út á gaddinn, allt ókeypis!)

Enn þá endalaust pappírsvesen í kringum búferlaflutninginn, hringdi í þjóðskrá áðan og bað um hjúskaparvottorð (på dansk), gaf dömunni kennitölu og hún fletti mér upp, sagði svo hálfhissa og bjóst kannski við að það kæmi mér á óvart líka: "uuu.. já en, þú ert gift!"  Dööhh, hvers vegna var ég að biðja um hjúskaparvottorð? 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband