Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Sjálfhverfa og mont

Það komst illilega upp um sjálfhverfu mína þegar við Ágúst gengum inn á senuna í Langholtskirkju í gærkvöldi, ég á undan og steingleymdi Ágústi og hneigði mig bara og naut lófataksins um leið og ég kom inn en beið ekki eftir honum Tounge

Tónleikarnir gengu mjög vel þó ég segi sjálf frá (og dreg ekkert undan), en það rifjaðist reyndar upp fyrir mér í lokakafla tríósónötunnar af hverju menn forðast það eins og heitan eldinn að spila tríósónötur á tónleikum (hugsaði "ómægod ómægod hvar endar þetta" og horfði furðulostin á puttana á mér á fleygiferð).

Fjórhenta stykkið féll vel í kramið og almennt þóttu tónleikarnir hinir skemmtilegustu, allavegana hefur enginn þorað að segja annað við mig.  Mætingin var glæsileg enda vorum við búin að fá hellings umfjöllun í blöðum, útvarpi og sjónvarpi http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4398104/18

Eftir tónleikana mokuðum við í okkur silungi og súrmat og sólberjavíni og rifsberjavíni og rabbarbaravíni (jájá í barn-á-brjósti-magni) hjá Jónsa og Ólu, komum seint heim og Ágúst rauk í flug eitursnemma í morgun.  Og nú er best að ég leggi mig úr því að Ágúst Ísleifur (sem svaf í vagninum sínum alla tónleikana) er sofnaður úti á svölum, yfir og út.


Þættinum hefur borist bréf

Frá Kór Langholtskirkju:

Samkvæmt meðfylgjandi yfirliti út bókhaldi kórsins viðrist þú skulda Kór Langholtskirkju kr. 63.403.-, sem við biðjum þig að greiða sem allra fyrst samkvæmt greiðsluseðli eða í reikning kórsins; xxx-xxx.

Ef þú telur þig ekki vera í skuld við kórinn biðjumst við velvirðingar á þessu bréfi, en biðjum þig jafnframt að hafa samband við núverandi gjaldkera til að hægt sé að gera viðeigandi leiðréttingar í bókhaldi kórsins.  Ef þú hefur einhverjar aðrar athugasemdir við innheimtuna eða telur hana ekki réttmæta þarf jafnframt að hafa samband vegna þess.  Ef þú telur réttara að gera grein fyrir sjónarmiðum þínum við fyrri gjaldkera þar sem skuldin er frá hans starfsárum má gjarnan hafa samband við hann.

Beðist er velvirðinggar á töfum á þessari síðbúnu innheimtu sem stafa af gjaldkeraskiptum, önnum núverandi og fyrrverandi gjaldkera, svo og ýmsum öðrum tilfallandi atvikum.

Bestu kveðjur,

 

Undir þetta rita núverandi og fyrrverandi gjaldkeri kórsins.  Rugluðust þau á mínus og plús? "Meðfylgjandi yfirlit" fylgdi ekki með svo ég átta mig ekki alveg á þessu...


Maður er nú fínn svona nýbaðaður

Ömmurnar okt 044 ed

En það er spurning hvort verða fleiri baðferðir á heimilinu, kostar 50.000 danskar að fá hitaveituna.  En spáum ekki í það núna, komum bara til Íslands og förum í bað þar.  Er annars einhver sem vill lána þessum krúttlega strák barnavagn í nokkra daga?


Hjemrejsen etc.

Við tókum niður loðhúfurnar í gær eftir að VVS-maðurinn kom og fixaði kyndinguna og tengdi við olíubrúsa í þvottahúsinu.  VVS-menn halda danska þjóðfélaginu gangandi og gera allt sem þarf að gera, ég spurði gaurinn (hann Steen) hvað þetta þýddi og hann sagði "Vores Ven Steen".  Hann er greinilega vinsælasti VVS-maðurinn.  Hann viðurkenndi reyndar að það þýddi Vand, Ventilation og Sanitet, alls ekki eins skáldlegt.  En nú eru allavegana ekki lengur 13° í eldhúsinu og við erum að vinna í því að fá blessaða hitaveituna tengda.

Að allt öðru og skemmtilegra: Vi er på vej til Island að spila konsert, en það er bara afsökun, við erum að sjálfsögðu að koma til að sýna okkur og sjá aðra.  Við komum þrjú saman á fimmtudaginn (6. nóv.), tónleikarnir á sunnudagskvöld kl. 20 (skyldumæting), Ágúst fer heim á mánudeginum en við Ágúst Ísleifur förum ekki fyrr en 16. nóvember.

Og að enn öðru: Sýnishorn af hópmyndatökum:

Elín okt 130

(maður tollir nú ekki endalaust uppréttur á þessum aldri)

Elín&co okt 2 045

 


Kominn tími til að plögga tónleika

Veggspjald

Alle tiders plaggat...


Já hlæjiði bara

Ég lenti í svo brattri brekku í dag að ég komst varla niður hana með barnavagninn.  Alveg satt, ég nefnilega bý í dönsku ölpunum.

Elín okt 108

Elín okt 106En desúðen þá tekur Ágúst Ísleifur sig sérdeilis vel út í kisugallanum sem Bjargey prjónaði á hann.  Edda Sjöfn Heimisdóttir og Sigrúnar vinkona hans á Íslandi fékk mýslugalla í stíl svo það verður sjálfsagt fjör þegar þau hittast næst!

 


Ágúst Ísleifur étur okkur út á gaddinn

Hann þarf sosum ekkert að éta okkur ÚT á gaddinn því olían fyrir kyndinguna og heita vatnið kláraðist óvænt á fimmtudaginn og það er brunagaddur innan dyra.  En hvað sem því líður þá er þetta hálffullorðna, hraðvaxandi og sísvanga barn farið að fá grautarslettu skv. hjúkkuráði.  Og það er ekkert smáræði sem barnið slafrar í sig, fær velling úr 1/4 teskeið af hrísmjöli takk fyrir, tvisvar á dag.  Eins gott að ég keypti kíló af méli.  Þetta gerir 1/2 teskeið á dag, 3 1/2 teskeið á viku, við erum að tala um 17.5 ml af hrísmjöli á viku, púff.

En þetta með gaddinn er ekkert grín.  Því var logið að okkur að olían í tanknum undir rósabeðinu mundi endast fram á vor og þá ætluðum við að fá hitaveitu í húsið, en það hefur líklega verið miðað við ársnotkun ekkils sem fór í bað fyrir jól og páska og hitaði húsið upp með pípureykingum.  En þegar kyndingin brann út á fimmtudaginn hringdi ég í Horsens varmeværk og heimtaði fjernvarme med det samme af því við værum löbet tör for olie þá tók fjernvarmemaðurinn bara vel í það, en æjæj mánaðarbið.  Og leiðindamál og vesen að koma kyndingunni af stað aftur, en við sjáum hvað setur.  Allavegana ágætt að það gerir ekkert til að gleyma matnum á borðinu, smjörið linast ekki einu sinni.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband