Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Dauflegt í fæðingarorlofi.

Jújú slaka bara á þægilegum hægindastól með litla búttaða smábarnið á brjósti, mjólkin streymir og drengurinn horfir kærleiksríkum og gáfulegum augum á móður sína, síðan fær hann sér lúr í fangi mínu, ég líð líka út af og finn alla þreytu streyma úr líkamanum.  Þegar við erum bæði úthvíld strauja ég taubleiurnar meðan hann hjalar og leikur sér, skelli kannski í eina köku og sauma síðan út fangamark sonarins í nokkur koddaver.  Ef tími gefst til áður en faðirinn kemur heim úr vinnunni strýk ég yfir gólfin og passa svo að hafa kvöldmatinn tilbúinn á réttum tíma.  Þegar ættingjar og vinir koma og gista reyni ég að baka minnst þrjár til fjórar sortir og geri hvað ég get til að gesturinn njóti frísins sem best.

DJÓÓÓÓÓÓÓK...

Einhvern veginn rýkur tíminn áfram og frekar mikið að gera, sérstaklega þegar ég helli mér í framkvæmdir á heimilinu.  Var að klára að mála stofuna og úff púff það tók sinn tíma.  Haukur bró var mér til halds og trausts, hann sagði reyndar strax að hann kynni ekkert að mála svo hann lenti í því að þrífa pípureykstjöruviðbjóðinn af veggjunum með málningarsápu og svo passa Ágúst Ísleif meðan ég málaði eins og vitleysingur.  Byrjuðum að undirbúa málningarvinnuna á miðvikudaginn og ég kláraði á hádegi í dag sunnudag, eftir að raða mublunum aftur á sinn stað samt og ganga frá.

Ólöf og Haukur í heimsókn 028 

Ég missti út úr mér við Hauk að Ágúst yrði alltaf svo glaður þegar kæmu gestir því þá tæki ég til og eldaði góðan mat, já og bakaði köku, en Haukur komst eiginlega að þeirri niðurstöðu að hann væri greinilega ekkert sérstaklega eftirsóknarverður gestur.  Ég tók sem sagt ekki til, kotið var svo matarlaust að hann fór sjálfur í búðina til að fá eitthvað að borða, ekki einu sinni til súkkulaði, endaði með því að Ágústi sjálfum blöskraði kökuleysið og bakaði eplaköku, og svo var Haukur náttúrulega látinn þræla í málningarvinnunni.  Ætli hann komi aftur?

Reyndar urðu Haukur og Ágúst Ísleifur góðir vinir.  Haukur virðist eiga auðveldara með að "bonda" við svona strákafrænda en stelpufrænkurnar systurdætur sínar, hann lendir nefnilega í sífelldum teboðum hjá Selmu en sér fram á að sleppa við það hjá frændanum, maður veit samt aldrei.  Síðan kenndi ég Hauki almenn krúttafræði og hann var steinhissa hvað það virkaði.  T.d. hætti Ágúst Ísleifur að skæla þegar Haukur talaði nógu krúttlega við hann (helst í falsettu) og hefðbundið bútsí bútsí gafst vel.

Ólöf og Haukur í heimsókn 035

Haukur fékk að fara í einn hjólatúr, en sá hængur var á að hann lenti í því að hjóla á hálfónýta hjólinu hans Ágústar (sem hafði farið á mínu niður í bæ) með vagn og barn í eftirdragi, en ég brunaði á racernum og blés ekki úr nös meðan Haukur másaði og blásaði (bíddu er ekki eitthvað bogið við þessa setningu)

Ólöf og Haukur í heimsókn 039Frekar kalt úti svo Ágústi Ísleifi var pakkað vel inn (Haukur samt á stuttermabol því það var svo erfitt að draga vagninn).

Núna ætla að sýna stillingu í framkvæmdagleðinni í nokkra daga (lofa engu um hvað gerist þegar Hallveig kemur í 5 daga heimsókn á fimmtudaginn), reyna að ná aftur stjórn á heimilishaldinu og vera dugleg að æfa mig á orgel því við Ágúst erum að halda þessa fínu tónleika 9. nóvember og mér fannst ég endilega þurfa að spila eitthvað erfitt.  Ágúst sjálfur er á fullu að æfa sig fyrir tónleikana sína hérna í Horsens 12. október (einmitt þess vegna sem ég minntist ekki á hann í sambandi við málningarvinnuna...).

Annars er ég að gleyma einni stórfrétt, Ágúst Ísleifur var að læra að sofa daglúr í barnavagninum sínum, 3 tíma takk fyrir í dag og í gær. (Þarf ég að taka fram að hann er settur í vagninn vafinn vandlega inn í burðarsjalið?)

Ein mynd í lokin af Ágústi Ísleifi með Ólöfu: Ólöf og Haukur í heimsókn 018

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband