26.6.2010 | 18:11
Tveggja ára gutti!
Þessi káti strákur varð tveggja ára 24. júní!
Við héldum upp á daginn með því að fara í udflugt í "Den økologiske have" í næsta bæ og skoða dýrin og blómin. Ágúst Ísleifur og pabbi klöppuðu asnanum:
Ágúst Ísleifur las á skiltinu hjá geitunum að geithafurinn stangaði, það reyndist alveg rétt.
Mamma kunni nú á honum lagið, bara klóra honum bak við eyrað...
Síðan fengum við okkur nesti, Ágúst Ísleifur hámaði í sig vínber af bestu lyst:
Við sungum Jesús er besti vinur barnanna, stráksi er mjög góður í hreyfingum, alltaf er hann hjá mér, aldrei fer hann frá mér...
Við erum að sjálfsögðu að vinna í því að kenna honum að setja tvo putta upp í loft þegar við spyrjum "hvað ertu gamall?" Það er allt að koma (koma til skiptis einn og þrír puttar) en það kemur alltaf þetta dæmalaust krúttlega bros þegar við spyrjum:
Ágúst Ísleifur var svo ljónheppinn að fá nýtt hjól í afmælisgjöf frá pabba og mömmu, en það er bara svo mikið að gera við að smíða girðingu og endurnýja grasflötina að það er ekki enn búið að taka mynd af því! Það stendur til bóta...
Athugasemdir
Gaman að sjá skemmtilegar myndir af ykkur öllum :) Kveðja til Horsens.
Dagbjört (IP-tala skráð) 26.6.2010 kl. 23:25
Innilega til lukku með frumburðinn! Frábærar myndir, augljóslega góður afmælisdagur! Já og múttan orðin myndarleg
Sigga Pé (IP-tala skráð) 27.6.2010 kl. 11:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.