10.7.2010 | 23:36
Afmælisgjöfin maður minn...
Það átti eftir að dokúmentera afmælisgjöfina. Fyrsta tvíhjólið komið í hendur Ágústar Ísleifs:
Best að bregða sér á bak (reyndar er það þannig að þó þetta sé alminnsta gerð af svokölluðum jafnvægishjólum/balancecykel/løbecykel og ætluð frá tveggja ára aldri þá sjáum við nú ekki fram á að garpurinn ráði almennilega við gripinn fyrr en í haust):
Tékka á mekaníkinni:
Svo fékk drengurinn líka heila sundlaug, reyndar í minni kantinum:
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.7.2010 | 16:49
Girðingarmont eins og til stóð
Það er búið að standa til lengi að setja upp girðingarstubb til að loka garðinum alveg þannig að Krúttleifur geti ekki stungið af óforvarindis. Ég lufsaðist loksins til þess þegar skólinn var búinn í vor, taldi ólíklegt að ég yrði manneskja í girðingarvinnu þegar ég kem aftur í ágúst, og einmitt í haust ætla ég EKKI að hlaupa mikið á eftir drengnum
Ágúst fékk reyndar að saga stólpana og reka þá niður en annars sá húsmóðirin um þetta (þó ég hafi aðallega verið í pásu til að vera ekki með endalausa samdrætti).
Og svona lítur girðingin út
Og pabbi hleypir snúlla út.
Þó að girðingin sé mannhæðarhá í tilfelli Ágústar Ísleifs þá var nágranninn ekkert sérlega imponeraður þegar hann kom að skoða, sagði að girðingarnar á vinnustaðnum hans væru miklu hærri (hann er fangavörður).
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.7.2010 | 14:38
Ferðasagan
Það stóð óvenjutæpt með að við kæmumst alla leið til Íslands. Það gekk prýðilega að komast af stað í lestinni, við fengum aðstoð við að komast út á brautarstöð (Ágúst var í vinnunni) og allt gekk vel þar til eftir stopp nr. 2 (Fredericia). Lestin stoppaði upp úr þurru úti í móa, það leið og beið og að lokum snerum við við og bökkuðum aftur til Fredericia, biðum agalega lengi þar og fórum síðan einhverja krókaleið til Odense því það var risatré sem hafði fallið á teinana. Það hentaði okkur mægðinum ekki neitt sérlega vel að seinka mikið því við þurftum að ná flugi og konan með börnin tvö sem sat fyrir aftan okkur líka, endaði með því að við 5 vorum sett upp í taxa á Høje Taastrup (næsta stöð á undan Hovedbane í Köben) sem brunaði beint á Kastrup, þar var systir hinnar konunnar mætt út á völl til að sannfæra starfsfólkið í tékkinninu um að leyfa okkur að tékka inn þó við kæmum of seint, við værum andskotinn hafi það á leiðinni, það rétt slapp og síðan brunuðum við gegnum flugstöðina og upp í vél. Púff. Og Ágúst Ísleifur svaf bara korter í vélinni og var svaaakalega sprækur allan tímann þannig að í heild var ferðalagið aðeins erfiðara en til stóð fyrir agalega óléttu mömmuna sem getur ekki neitt. Það var gott að komast í bælið undir miðnætti á laugardagskvöldið og síðan tók ég það frekar rólega á sunnudeginum (fyrir utan það að spila í messu, fara á orgeltónleika og út að borða á Lækjarbrekku). Þessa dagana er ég síðan að undirbúa tónleika í Hallgrímskirkju á fimmtudaginn kl. 12 en eftir það fer að verða rólegra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.7.2010 | 18:33
Íslandssumar
Jæja þá er loksins komið að því við mæðgin mætum til Íslands í sumarfrí, fljúgum frá Kastrup á morgun og ég hef verið að dunda við að pakka hægt og rólega í dag, mjöööög hægt og mjöööög rólega. Bumban er ekki upp á sitt besta þessa dagana, samdrættir og vesen (rétt eins og síðast), svo ég geri allt frekar rólega. Við fljúgum ekki fyrr en annað kvöld, tökum lestina kl. 16.56, Ágúst fer í vinnuna um eittleytið en vinur Ágústar Ísleifs ætlar að hjálpa okkur með farangurinn út á lestarstöðina (eða kannski mamma hans eða pabbi). Síðan ætlar Ágúst Ísleifur að sitja sallarólegur í lestinni (3 tíma) og flugvélinni (aðra 3 tíma) og horfa á teiknimynd í tölvunni og lesa bók.
Við verðum í Barmahlíðinni a.m.k. til að byrja í með, kemur í ljós hvort við flýjum þegar Elín&co koma eftir 3 vikur. Allir velkomnir alla daga í heimsókn (=passa barnið og þjóna mér).
Sjáumst!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.6.2010 | 07:37
Dugnaðurinn á heimilinu
Feðgarnir í góða veðrinu, takið eftir að grasflötin er græn:
Ágúst Ísleifur er duglegur að hjóla, kemst yfir torfærur, upp á háa kanta og upp brattar brekkur á tryllitækinu sínu (og takið eftir að grasflötin er enn þá græn):
Grasflötin var víst aðallega græn út af mosa og illgresi, heilu flákarnir sem tók því varla að slá því það gægðist bara eitt og eitt grasstrá upp úr mosanum, þannig að við skelltum okkur í massíva mosatætingu og sáðum í sárin. Hér erum við mægðin að raka eftir seinni umferðina (ég held að það séu 10 troðfullir sorpsekkir bak við hús, vantar einhvern mosa?), Ágúst Ísleifur er reyndar stórtækari en mamma því hann notar traktor meðan hún mamman notar bara hrífu:
Núna bíðum við spennt eftir rigningu svo nýja grasið fari að spretta.
Næsti kafli í dugnaðarsögunni mun svo fjalla um girðingarvinnu
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.6.2010 | 07:22
Smá upprifjun frá vetrinum
Nokkrar gamlar myndir:
Nýkominn úr baði á jólunum (maður er doldið krúttlegur í slopp), glittir í flottu trédýrin sem afi Ágúst smíðaði handa labbakút í jólagjöf:
Lesa bók með pabba, Ágúst Ísleifur er mikill bókaormur og kemur hlaupandi með bækur í tíma og ótíma til að láta lesa fyrir sig:
Lasinn með gubbupest að horfa á teiknimynd:
Kom soldið úfinn inn úr lúrnum sínum:
Með mottu í mars:
Alltaf jafngaman að sprella með pabba (og toga í eyrun á honum):
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.6.2010 | 18:11
Tveggja ára gutti!
Þessi káti strákur varð tveggja ára 24. júní!
Við héldum upp á daginn með því að fara í udflugt í "Den økologiske have" í næsta bæ og skoða dýrin og blómin. Ágúst Ísleifur og pabbi klöppuðu asnanum:
Ágúst Ísleifur las á skiltinu hjá geitunum að geithafurinn stangaði, það reyndist alveg rétt.
Mamma kunni nú á honum lagið, bara klóra honum bak við eyrað...
Síðan fengum við okkur nesti, Ágúst Ísleifur hámaði í sig vínber af bestu lyst:
Við sungum Jesús er besti vinur barnanna, stráksi er mjög góður í hreyfingum, alltaf er hann hjá mér, aldrei fer hann frá mér...
Við erum að sjálfsögðu að vinna í því að kenna honum að setja tvo putta upp í loft þegar við spyrjum "hvað ertu gamall?" Það er allt að koma (koma til skiptis einn og þrír puttar) en það kemur alltaf þetta dæmalaust krúttlega bros þegar við spyrjum:
Ágúst Ísleifur var svo ljónheppinn að fá nýtt hjól í afmælisgjöf frá pabba og mömmu, en það er bara svo mikið að gera við að smíða girðingu og endurnýja grasflötina að það er ekki enn búið að taka mynd af því! Það stendur til bóta...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.6.2010 | 14:02
Þættinum hefur borist bréf
Heimilisfang: 14., Jalalabad Road
Kabúl, Afganistan
Elskaða í Kristi,
Kveðjur í nafni Drottins vors Jesú Krists, ég er fyrrverandi Frú Fatima Kudiruti Zemba, nú frú Gina Zemba. A ekkja til seint Sheik Mohammed Zemba, ég er 71 ára gamall, ég er nú nýr í trúnni umbreyta, sem þjást af lengi krabbamein í lungum.
Frá öllum ábendingum ástand mitt er mjög versnandi og það er alveg augljóst að ég mun ekki lifa meira en fjórum mánuðum eftir að lækna mína. Þetta er vegna þess að krabbamein stigi hefur fengið á mjög slæmur stigi. seint maðurinn minn var drepinn á meðan the US árás gegn hryðjuverkum í Afganistan árið 2001, en á því tímabili hjónabandsins okkar að við gátum ekki framleiða öllum börnum.
Þú getur lesið meira á BBC News.
http://news.bbc.co.uk/cbbcnews/hi/world/newsid_1624000/1624457.stm
seint maðurinn minn var mjög ríkur og eftir dauða hans, erfði ég öll viðskipti heimsveldi sitt og auð. Læknirinn hefur ráðlagt mér að ég gæti ekki lifað í meira en fjóra mánuði, þannig að ég ákvað nú að deila hluta af þessari eign, til að leggja sitt af mörkum til þróunar kirkjunnar í Afríku, Ameríku, Asíu og Evrópu.
Ég valdi þig eftir að fara á vefsíðu og ég bað um það, ég er fús að gefa summan af US $ 20,200,000.00 (Tuttugu milljón 200.000 dollarar), til að þér fyrir minna forréttinda. Ég vil að þú að hafa í huga að þessir sjóðir séu innborgun í banka okkar í Evrópu (ING Bankinn Belgíu og á leiðbeiningar minn, skal ég gefa þér tilskipun um hvernig á að fá kröfur með heimild skjal á vegum mínum í Evrópu.
Með Guðs allt er hægt ég vil að þú og kirkju alltaf að biðja fyrir mér því að Drottinn er hirðir minn.
Loksins, heiðarleika ég biðja um að þetta fé þegar flutt verður notað fyrir umræddum tilgangi, vegna þess að ég sé kominn til að finna út þessi auður kaup án þess að Kristur er hégómi þegar hégómi.
Megi náð Drottins vors Jesú Krists, kærleikur Guðs og samfélag heilags anda sé með yður og fjölskyldu þinnar.
Ég Bíða Urgent svarið.
Kveðja í Kristi.
Frú Gina ZEMBA
pani.ginazemba@gmail.com
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.6.2010 | 07:04
BA-tónleikar o.fl.
Þá er komið að því að ég klára BA í kirkjutónlist, lokahnykkurinn er próftónleikar miðvikudaginn 9. júní kl. 18 í Dómkirkjunni í Árósum.
Efnisskráin:
Jehan Alain: Suite pour orgue (AWV 86):
1. Introduction et Variations
2. Scherzo
Josef Gabriel Rheinberger: Sonate Nr. 7 in f-Moll, op. 127:
I. Praeludium
II. Andante
Dieterich Buxtehude: Te Deum laudamus, BuxWV 218
Það er einmitt tengt prófastússi og slíku að ég hef ekki verið sérlega *hóst* dugleg að blogga *hóst* undanfarið, en ég er búin að finna ráð við því. Ég hef séð það hjá öðrum að besta leiðin til að lífga við blogg er að eignast barn og fara í fæðingarorlof svo það ættu að vera feitir bloggtímar framundan (frá 1. okt.).
En best að ég haldi mig við efnið og æfi mig fyrir próf, meira síðar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.1.2010 | 21:49
Gengur á ýmsu
Ágúst fór í óvænta flugferð á leiðinni í vinnuna á föstudaginn þegar bíll keyrði í veg fyrir hann þegar hann var að hjóla út á lestarstöð. Hann náði að bremsa, flaug af hjólinu og lenti á hausnum. Sem betur fer var hann með hjálm (sem laskaðist ágætlega við fallið) og í þykkum leðurjakka eins og fínasti mótorhjólagaur. Hann slapp óbrotinn en lerkaður og rispaður með bólgið nef.
Meðan Ágúst var að þessu var ég heima að passa lasinn Ágúst Ísleif í staðinn fyrir að fara í skólann, og svo fékk ég krambúleraðan Ágúst Inga heim til viðbótar. Mér varð svo mikið um að ég lagðist sjálf veik á laugardaginn, er búin að vera með leiðindabronkítis heillengi en sló eitthvað niður um helgina og mætti ekki í skólann mánudag og þriðjudag. Ágúst lá í bælinu og át íbúfen þangað til hann mætti í vinnuna í dag þriðjudag. ÁSTAND!!
Best að koma bara með gáfnasögur af barninu: Hann lærir ný orð á fullu (t.d. dúdú = snudda, dida = sitja, diþ = disk, bababi = barbapabbi, ssss = slanga) og er orðinn svo góður í púslunum sínum að ég prófaði í dag að blanda tveimur saman til að viðhalda spennunni. Æ en núna ætla ég að halda áfram að hósta, yfir og út.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)