Dugnaðurinn á heimilinu

Feðgarnir í góða veðrinu, takið eftir að grasflötin er græn:

maí-jún 10 019 (Large)

maí-jún 10 020 (Large)

Ágúst Ísleifur er duglegur að hjóla, kemst yfir torfærur, upp á háa kanta og upp brattar brekkur á tryllitækinu sínu (og takið eftir að grasflötin er enn þá græn):

maí-jún 10 024 (Large)

maí-jún 10 025 (Large)

Grasflötin var víst aðallega græn út af mosa og illgresi, heilu flákarnir sem tók því varla að slá því það gægðist bara eitt og eitt grasstrá upp úr mosanum, þannig að við skelltum okkur í massíva mosatætingu og sáðum í sárin. Hér erum við mægðin að raka eftir seinni umferðina (ég held að það séu 10 troðfullir sorpsekkir bak við hús, vantar einhvern mosa?), Ágúst Ísleifur er reyndar stórtækari en mamma því hann notar traktor meðan hún mamman notar bara hrífu:

maí-jún 10 047 (Large)

maí-jún 10 048 (Large)     maí-jún 10 049 (Large)

Núna bíðum við spennt eftir rigningu svo nýja grasið fari að spretta.
Næsti kafli í dugnaðarsögunni mun svo fjalla um girðingarvinnu Cool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Myndarleg !! Í tvíþættri merkingu, off kors !!

Sigga Pé (IP-tala skráð) 30.6.2010 kl. 00:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband