7.6.2010 | 07:04
BA-tónleikar o.fl.
Þá er komið að því að ég klára BA í kirkjutónlist, lokahnykkurinn er próftónleikar miðvikudaginn 9. júní kl. 18 í Dómkirkjunni í Árósum.
Efnisskráin:
Jehan Alain: Suite pour orgue (AWV 86):
1. Introduction et Variations
2. Scherzo
Josef Gabriel Rheinberger: Sonate Nr. 7 in f-Moll, op. 127:
I. Praeludium
II. Andante
Dieterich Buxtehude: Te Deum laudamus, BuxWV 218
Það er einmitt tengt prófastússi og slíku að ég hef ekki verið sérlega *hóst* dugleg að blogga *hóst* undanfarið, en ég er búin að finna ráð við því. Ég hef séð það hjá öðrum að besta leiðin til að lífga við blogg er að eignast barn og fara í fæðingarorlof svo það ættu að vera feitir bloggtímar framundan (frá 1. okt.).
En best að ég haldi mig við efnið og æfi mig fyrir próf, meira síðar.
Athugasemdir
Vona að allt hafi gengið vel, var með þér í anda.
Sesselja Guðmunds (IP-tala skráð) 9.6.2010 kl. 22:53
Jííííhaaaa! Kominn tími til - - - þ.e. á meira blogg (já og fleiri börn, múohahahaha)! Vissi að þú myndir valta yfir allt og alla á þessu prófi - til lukku með það igen mín kæra!
Sigga Pé (IP-tala skráð) 10.6.2010 kl. 15:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.