BA-tónleikar o.fl.

Lkliorg

Þá er komið að því að ég klára BA í kirkjutónlist, lokahnykkurinn er próftónleikar miðvikudaginn 9. júní kl. 18 í Dómkirkjunni í Árósum.

Efnisskráin:

Jehan Alain: Suite pour orgue (AWV 86):
1. Introduction et Variations
2. Scherzo
 

Josef Gabriel Rheinberger: Sonate Nr. 7 in f-Moll, op. 127:
I.  Praeludium
II. Andante

Dieterich Buxtehude:
Te Deum laudamus, BuxWV 218

Það er einmitt tengt prófastússi og slíku að ég hef ekki verið sérlega *hóst* dugleg að blogga *hóst* undanfarið, en ég er búin að finna ráð við því. Ég hef séð það hjá öðrum að besta leiðin til að lífga við blogg er að eignast barn og fara í fæðingarorlof svo það ættu að vera feitir bloggtímar framundan (frá 1. okt.).

En best að ég haldi mig við efnið og æfi mig fyrir próf, meira síðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vona að allt hafi gengið vel, var með þér í anda.

Sesselja Guðmunds (IP-tala skráð) 9.6.2010 kl. 22:53

2 identicon

Jííííhaaaa! Kominn tími til - - - þ.e. á meira blogg (já og fleiri börn, múohahahaha)! Vissi að þú myndir valta yfir allt og alla á þessu prófi - til lukku með það igen mín kæra!

Sigga Pé (IP-tala skráð) 10.6.2010 kl. 15:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband