Færsluflokkur: Bloggar

Adrian önd

Jólagjöfin frá sætu systrunum Selmu, Völu og Nönnu (já gleymdi ég að segja frá Nönnu litlu systur sem fæddist í desember?) er í miklu uppáhaldi. Hún kom upp úr fyrri (!) pakkanum á aðfangadagskvöld og var snarlega skírð eftir föður þeirra systra. Ágúst Ísleifur náði svo bara að taka upp einn annan pakka áður en hann fór í háttinn, svona er að vera bara 1 og 1/2 árs...

 


Hvor er han?

Eftir langt jólafrí byrjaði sundið loksins aftur hjá Ágústi Ísleifi í morgun. Hann missti sig af gleði þegar hann sá sundlaugina og fannst mamman heldur lengi að ná honum úr fötunum, vildi bara hoppa út í í kuldagallanum. Snáðinn er alveg eins og fiskur í vatni, skríkir af kátínu, finnst heilmikið fjör að kafa  og kafa, kippir sér ekkert upp við það að vera látinn synda á bakinu (almennt óvinsælt hjá krílunum) en aðalfjörið er að hoppa af bakkanum. Í morgun tók sundkennarinn upp á því að kasta honum út í af bakkanum til mín, ég greip hann (næstum því) í fysta skiptið, í næsta skipti fór Ágúst Ísleifur beint niður á botn og ég missti út úr mér steinhissa "hvor er han?" en endaði nú sem betur fer með því að ég tosaði hann upp úr. Og beint upp á bakka aftur að láta kasta sér út í, honum fannst það ÆÐISLEGT!! Það verður vatnsheld myndavél á staðnum eftir 3 vikur svo þið fáið að sjá hvað hann er kátur í kafi.


Sýnishorn af drengnum


Haustskýrsla

Upprifjun: Litli Ísleifur um áramótin í fyrra:

15.01.09 274 (Large)    

En hann er búinn að stækka talsvert síðan þá. Hér er guttalingur í október:

Október 09 001 (Large)

Borðar grautinn sinn sjálfur:

Október 09 008 (Large)

Október 09 014 (Large)

Svo var hann rosa kátur í eina viku með afa Eggerti meðan ég stakk af til Þýskalands með skólanum í orgelnördaferð. Ágúst er nefnilega að vinna í Odense og fer eldsnemma á morgnana og kemur seint svo hann getur ekki komið stráksa til og frá dagmömmu, afinn kom þá bara í heimsókn og sá um Ágúst Ísleif.

Nóvember 09 026 (Large)

Síðan fjölgaði heldur betur í húsinu um jólin, fyrst mætti Hans bróðir Ágústar frá Þýskalandi:

041 Des 09 010 (Large)

Ekki veit ég hvernig ég á að fara að því að ná Ágústi úr gömlu skátapeysunni, hann er í henni á öllum myndum, sem betur fer sést ekki á þessari hvað hún er skelfilega slitin og margviðgerð, en tengdamóðir mín missti nú út úr sér um daginn "Það mætti halda að þú hefðir gifst niðursetningi en ekki lækni" W00t

En Hansi og frú stoppuðu stutt, rétt nógu lengi til að hitta Ágúst afa og Guðnýju ömmu sem aftur á móti voru í tvær vikur yfir jólin. Hallveig systir Ágústar kom með lestinni frá Belgíu á aðfangadagsmorgun og var í viku.

Við fengum sérlega hvít jól hér í Danmörku, allt á kafi í snjó alla daga og ekkert lát á snjókomunni enn þá. Ágúst Ísleifur vappar um í dúðaður í kuldagalla og frostið í Horsens mældist 20 stig eina nóttina, við reyndar höldum að það hafi verið oní frystikistunni hjá veðurfræðingnum því okkar mælir (sem er reyndar upp við húsið) sýndi bara 10 stig).

041 Des 09 015 (Large)

Svo komu sjálf jólin með andarsteik:

041 Des 09 025 (Large)    

041 Des 09 018 (Large)

Ættin skellti sér á jólaball Íslendingafélagsins og Ágúst Ísleifur var í stanabuði að dansa í kringum jólatré í fyrsta sinn:

041 Des 09 062 (Large)

Svo fékk hann kex á eftir (meðan við hin gúffuðum í okkur kökum Whistling svona er að vera fyrsta barn, engin óhollusta takk)

041 Des 09 079 (Large)

Og nú er komið nýtt ár. Gleðilegt ár.

 

 


Ágústarnir í myndatöku í Ágúst

Elvar Örn Hjólamaður og almennur snillingur tók alla ættina í myndatöku í ágúst og hér er sýnishorn:

Fullkomna fjölskyldan, klassísk fjölskyldumynd sem verður aldeilis gaman að hlæja að eftir 10 ár Whistling og dásamlega fallegi drengurinn okkar InLove

elvaro-7787 (Large)   elvaro-7813 (Large)   elvaro-7788 (Large)

elvaro-7794 (Large)

elvaro-7809 (Large)

Mamma og pabbi fengu líka sér-mynd með Ágústi Ísleifi

elvaro-7803 (Large) (2)

(eða allavega puttinn á pabbanum, E.T.)

elvaro-7800 (Large)

Selma og Vala mættu líka í myndagleðina

elvaro-7855 (Large)

elvaro-7860 (Large)

og Hlöðver Týr ofurfrændi lét sig ekki vanta

elvaro-7892 (Large)

Ekki amalegt að eiga svona fínar myndir af flottum krökkum!


Göngulag Grísleifs og karamellutertan

Ágúst Ísleifur varð 16 mánaða í gær (en ekki 15 mánaða eins og móðir hans hélt) og er rétt eins og þegar hann varð 15 mánaða (eða 14 mánaða eins og móðir hans hélt) ekki farinn að labba sjálfur af viti þó að hann geti tekið nokkuð mörg skref sjálfur frá pabba til mömmu eða öfugt. Jafnvægið stríðir honum, hann hlunkast til skiptis niður á hné og bossa, gott að það er ekki hátt fall.

En húsið fylltist óvænt af gestum í gær. Ágúst stakk því að mér fyrir hádegi hvort ég vildi ekki baka köku með kaffinu. Jújú. Kannski einhverja rosa góða. Jújú. Kannski hafa hana tilbúna kl. 3. jújú. Og ég fann uppskrift að svaaaðalega girnilegri karamellutertu og kl. 3 var hún tilbúin og ég byrjaði að leggja á borð. Hringdi þá ekki dyrabjallan alveg óvænt og úti stóð Kibba (Kristbjörg Clausen Langholtskórdama og fyrrum Horsensbúi) sem var bara á rúntinum eftir að hafa verið á ársfundi norrænna nótnavarða. Ég var heldur betur hlessa og sagði að hún hitti aldeilis vel á og bætti einum diski á borðið. Svo settumst við Ágústarnir og Kibba við kökuát, en þá hringdi dyrabjallan aftur og þar var mætt Kristín Sigríður (fyrrverandi Horsensbúi og ein af mörgum tilvonandi tengdamæðrum Ágústar Ísleifs) og ég varð enn þá meira hissa, en Ágúst var ekkert hissa. Það kom í ljós að Ágúst og Kristín höfðu leynimakkað um heimsóknina (hún var mætt til DK til að útskrifast frá Háskólanum í Árósum) og Ágúst gabbað mig til að baka þrusukaramellutertu (ég var nú frekar auðgöbbuð í þeim efnum) en Kibba var svo ljónheppin að labba inn í mitt gabb og miðja tertu, alveg brill. Það eina sem klikkaði í öllu gabbinu var að fá mig til að fara úr garðvinnugallanum og í eitthvað huggulegra...

Eini gallinn við að fá svona marga gesti í karamellutertuna var að hún kláraðist (reyndar ekki fyrr en í morgun), en það þýðir bara að ég verð að baka nýja, spennandi hverjir koma í heimsókn þá W00t

Og að lokum, hver er mesta krúttið?

September 09 021 (Large)


Alveg eins gott að halda þessu áfram...

Þau stórtíðindu urðu í Lindeparken síðasta laugardag að húsfreyjan varð þrítug. Vegna einangrunar í Horsens hétu báðir afmælisgestirnir Ágúst. Þeir sem ég þekk(t)i í Horsens eru annaðhvort fluttir til Íslands eða stálust í heimsókn þangað akkúrat meðan ég átti afmæli, hnuss. En við héldum bara fjölskylduboð í staðinn, elduðum dýrindis önd og höfðum það huggulegt. Síðan hefur verið haustfrí í skólanum síðustu viku og ég hef legið með tærnar upp í loft að lesa afmælisgjafir. Tengdapabbi sendi mér Litlu stúlkuna með eldspýturnar eða hvað hún nú heitir eftir Stieg Larsson og Ágúst gaf mér (m.a.) Karla sem hata konur eftir sama höfund (kannski svolítið villandi skilaboð að fá svoleiðis bók frá eiginmanninum? Tounge). Tengdamamma prjónamaskína sendi ullarpils OG peysu OG kraga, allt rosa flott, pabbi samdi heilan lofsöng (grínlaust, kvæði sem fer upp á vegg W00t) og mamma ætlar að gefa mér nördahlaupa-gps-púlsmæli sem er á leiðinni í pósti. Hallveig systir Ágústar er snargalin og er búin að senda TVO pakka! Konfekt og gæjaföt á litla kút í fyrstu atrennu og svo pæjuhúfu í töku tvö, geri aðrir betur! En það hlýtur að vera hálfgert ellimerki að ég fæ hálfgert samviskubit yfir að fólk sé að eyða peningum í gjafir handa mér, ég man ekki betur en að hingað til hafi ég ekkert kippt mér upp við svoleiðis...

Önnur stórtíðindi á heimilinu eru að við erum búin að eignast vídjóvél. Það er ekki erfitt að giska á hvað er uppáhaldsmyndefnið, vinir og ættingjar eiga eftir að sitja í súpunni og neyðast til að horfa á ENDALAUS myndbönd af Ágústi Ísleifi að bora í nefið, Ágústi Ísleifi að segja dadada, Ágústi Ísleifi að detta á rassinn etc., allt óritskoðað, óklippt og óstytt.

Jólahaldið: Við verðum í Horsens um jólin, tengdapabbi og tengdamamma og Hallveig systir Ágústar verða hjá okkur og kannski pabbi líka (mamma verður í Þýskalandi hjá Elínu að taka á móti þriðja krúttinu þar á bæ), Hans bróðir Ágústar (sem býr í Þýskalandi) kemur í skreppitúr fyrir jól, reyndar ekki enn þá ljóst hvort hann nær að hitta foreldrana og Hallveigu. Ég ætlaði að koma til Íslands fyrir jól og spila jólasöngvana í Langholtskirkju en gugnaði loksins á því í gær. Kem þá ekkert fyrr en í febrúar þegar ég spila Pétur og úlfinn á orgel í Langholtskirkju!

Nú er þetta orðið gott og Barnaby að fara að byrja í danska sjónvarpinu (nei, við eigum ekki sjónvarp, en það má alveg laumast til að horfa á eina og eina mynd á netinu).


Skýrsla haustsins

Nú eftir þessa góðu Íslandsdvöl í þrjá mánuði komum við mæðgin aftur til Íslands 31. ágúst. Ágústarnir voru glaðir að hittast á brautarstöðinni (ég dröslaði öllum farangrinum ein til Horsens og er býsna stolt af því).

September 09 002 (Large)

Ég spændi beint í skólann í Árósum daginn eftir, fór inn á 3. og síðasta ár í BA-námi í kirkjutónlist/orgeli. Tek lest til Árósa ca. 4x í viku, lestarferðin er hálftími, 10 mín. að hjóla út á stöð og svo tæpar 10 að labba í skólann frá brautarstöðinni í Árósum. Fögin sem ég er í: Orgel (Ulrik Spang-Hanssen og Lars Colding Wolf), kirkjuspil/litúrgískur orgelleikur (Kristian Krogsø), kórstjórn (Carsten Seyer-Hansen og Søren Kinch-Hansen), musikforståelse (tónlistarsöguhrærigrautur), hljómfræði og arbejdsmarkedskundskab (atvinnumarkaðsfræði?). Ég var líka í tónheyrn en var rekin vegna ofkunnáttu.

Ágúst tók síðustu fjórar feðraorlofsvikurnar í september og sá um aðlögun fyrir Ágúst Ísleif hjá dagmömmu. Stráksi byrjaði um miðjan mánuðinn hjá Selmu dagmömmu sem býr í sömu götu og við og er alsæll þar. Var bara stutt fyrstu dagana en kippti sér síðan ekkert upp við að vera til kl. 3. Nokkrir morgnar voru erfiðir, eftir að hann fattaði að hann væri SKILINN EFTIR Í LANGAN TÍMA og þangað til að hann fattaði að það væri bara í góðu lagi, hann kvartaði í ca. 2 mínútur þessa morgna. En núna er hann kátur að mæta og má ekkert vera að því að kyssa mömmu bless heldur skríður á fullri ferð inn í dótaherbergi.

Ágúst Ísleifur fór loksins að skríða almennilega á hnjánum í september og svo er hann farinn að geta gengið nokkurn veginn óstuddur núna, en ekki nema hann sé gabbaður til þess, lætur sig síga virðulega á bossann ef hann fattar að það er enginn að halda í hann. En hann bætir gangleysið upp með hjólreiðum, þykir mjög fær miðað við aldur á hjólinu og spænir fram og til baka alla götuna, fer bráðum að senda hann einan til dagmömmunnar á morgnana.

September 09 011 (Large)

Svo kom að því sem allir hafa beðið eftir - hárið fauk!

Fyrir:

September 09 005 (Large)     September 09 010 (Large)

Eftir:

September 09 015 (Large)


Stiklur frá sumrinu

1. kafli - sumarbústaðurinn

Við eigum þessa fínu sumarhöll í Fljótshlíðinni, hér erum við í viðhaldsferð þrír Ágústar og ég. Ég var ekki með málningargalla með mér svo það voru bara risastórar pollabuxur að neðan og EKKERT að ofan (en veðrið var gott svo það gerði lítið til).

Sumar Íslandi 09b 026 (Large)

Ágúst Ísleifur skemmti sér í hjólbörunum.

Sumar Íslandi 09b 029 (Large)

Afi Ágúst er nú eiginlega aðalmaðurinn í sumarbústaðamálum.

Sumar Íslandi 09b 025 (Large)

Ég var sem sagt í allt sumar á Íslandi en Ágúst kom tvisvar sinnum. Hér er hann búinn að pakka fyrir brottför frá Íslandi í seinna skiptið:

Sumar Íslandi 09b 041 (Large)

Ég var meira og minna í allt sumar í Barmahlíðinni, Selma og Vala komu líka seinni part sumars og Eggert afi var svo ljónheppinn að fá að passa öll barnabörnin í einu og troða þeim aftur í einn bíl.

Sumar Íslandi 09b 059 (Large)

Barnabarnagengið er væri líka flott í auglýsingu fyrir 66°norður.

Sumar Íslandi 09b 053 (Large)


Óld njús

Ósköp er maður mikið eftirá. Svona er þetta að vera ekki lengur sallaróleg í fæðingarorlofi heldur á harðaspretti að vinna alla daga. Og ekki bara vinna í vinnunni heldur líka vinna keppnir lon og don W00t Keppti líka í fyrsta sinn í tvíþraut um daginn, 5 km hlaup - 30 km hjól - 5 km hjól og vann nú aldeilis ekki heldur var alsæl í 3. sæti á eftir Karen þríþrautardrottningu Íslands og Evu Margréti ofurhlaupagellu. Hef nefnilega aldrei hlaupið af viti en kannski kominn tími til.

Ágúst Ísleifur vex og dafnar eins og vera ber. Er orðinn duglegur að labba með gönguvagninn sem hann fékk frá Ágústi afa í afmælisgjöf og fer á kostum á hjólinu sem hann fékk frá pabba og mömmu.

En hvernig væri nú að bæta upp fyrir myndaskortinn undanfarið. Byrjum á lestraræfingum í garðinum í Horsens í vorsólinni í Maí. Bumbustrákurinn alsæll á bleiunni að skoða íslensku húsdýrin.

Sumar 09 005

Kominn í peysu frá Ömmu Guðnýju ekkert minna kátur með dótið sitt í garðinum.

Maí 09 II 010 

Æfir sig að standa sjálfur við stofuborðið (og svona til að fyrirbyggja misskilning þá er hann ekki með smekk á bakinu heldur skikkju).

Maí 09 II 021

Mjöööög góð hugmynd hjá mömmu að setja rólu út í garð.

Maí 09 II 024

En svo kom að því að við mæðgin fórum til Íslands og þá tróð ég hjólinu og hjólavagninum (ásamt öllu möööögulegu öðru) í glettilega lítinn kassa.

Maí 09 II 035

Síðan var hálfgert ævintýri að koma öllu draslinu til Íslands, algjör farsi þegar Æslander reyndi að sannfæra mig um að ég ætti að borga "Evrópa-Ameríka-gjald" fyrir að flytja hjól milli Danmerkur og Íslands, ég stóð hins vegar á því fastar en fótunum að Ísland teldist til Evrópu og því ætti ég aðeins að borga "innan-Evrópu-gjald" því að skv. nýjustu landafræðiþekkingu (og elstu...) teldist Ísland til Evrópu. Skemmst er frá því að segja að ég vann. Stóð hins vegar tæpt þegar ég afhenti hjólakassann í "odd-size-baggage" og kallinn þar lýsti yfir "det er da en mææææægti cykel I har" þegar hann tók við riiisakassanum og Ágúst (sem keyrði mig til köben) ældi uppúr sér "det er faktisk også en cykelvogn" (hvaðan kom þessi agalegi heiðarleiki hjá honum???) og ég fékk aldeilis fyrir hjartað að nú myndi flugvallarmaðurinn rífa upp kassann og húðskammast og neita að setja hjólavagn og allt um borð í vélina fyrir eins-hjóls-gjald en mér tókst snarlega að breyta hjólavagninum í "en lille bagagevogn" en þó með hjartslátt fram eftir degi Shocking

Svo kom að því að Ágúst Ísleifur varð HEILS ÁRS, heilt ár frá því að hann skutlaðist út úr móður sinni fullskapaður snillingur. Hann fékk að sjálfsögðu hjól í afmælisgjöf frá pabba og mömmu. (Glittir í hjólreiðabikara móðurinnar á bakvið)

Sumar Íslandi 09 027

Nú og að allt öðru, við fórum og skelltum niður sosum einsog 100 sólberjaplöntum á landareigninni í Fljótshlíðinni, Ágúst Ísleifur og Hlöðver Týr voru aðalmennirnir í að grafa holurnar. (Eins og sést styttist í að þarna sé kominn þéttur skógur).

Sumar Íslandi 09 100

Já og maður er duglegur í útivistinni þrátt fyrir ungan aldur, Ágúst Ísleifur dró mömmu sína með sér upp á Þverfellshornið. Burðarstóllinn sem Eggert afi gaf litla kút í skírnargjöf svínvirkar í fjallgöngum, gott að lúra þar meðan mamma þrælar upp fjallið, svo er maður bara ferskur og fínn að borða nesti á toppnum. (Þetta var undirbúningsgangan sem ég fór fyrir Glerárdalshringinn/24 tinda fjórum dögum seinna, meira af því seinna...).

Sumar Íslandi 09 133

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband