Færsluflokkur: Bloggar
19.1.2008 | 21:11
Lára organisti seiseijá
Ég geng um dags daglega og segist vera organisti (allavegana "aðallega organisti" og svo kemur einhver furðuleg útskýringarræða) en spila samt ekkert sérstaklega mikið, mæti á hjólaæfingar á sunnudagsmorgnum eða (oftar núorðið) ligg bara í bælinu og hlusta á útvarpsmessu og hía á alla organistana sem þurfa að spila á hverjum sunnudegi.
En úbbosa nú ég á aldrei framar frí á sunnudögum.
Í fyrsta lagi þá er ég að leysa Eyþór af á Akureyri nokkra sunnudaga í janúar og febrúar og spila líka fyrir sunnan inn á milli.
Í öðru lagi þá var ég að ráða mig í Grafarvogskirkju, tek við kirkjukórnum strax í næstu viku og messunum þegar ég hef lokið mér af á Akureyri. Vill einhver reyna að giska hvað ég ætla að spila yfir mörgum fermingarbörnum í vor? Svo verð ég bara í Grafarvoginum þar til ég rúlla af orgelbekknum og fæði barn, og þá sef ég ábyggilega ekki út á sunnudögum framar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
18.1.2008 | 17:38
Fór í óléttubúðina
Er reyndar að vaxa upp í fötin núna, en það var bara fyndið þegar ég fór í búðina í Þýskalandi. Óléttubúðin í Kópavogi býður reyndar upp á snilldarlega sýndarbumbu svo maður geti mátað með stæl (lítinn kodda sem maður bindur framan á sig), doltið skondið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.1.2008 | 16:45
Nýja krúttið
Loksins loksins það sem allir hafa beðið eftir! Myndirnar af Völu Selmusystur opinberaðar:
Hér er Vala orðin hálffullorðin, 10 daga gömul, og ákaflega falleg stúlka. Liggur á fína blóðbergssængurverinu sínu sem hún var svo ljónheppin að fá í sængurgjöf frá móðursysturinni.
Selma dáist að tánum á litlu systur, enda segir Elín að þær séu alveg eins og á mér, langar og fínar.
Og hér eru systur undir jólatrénu (sem er talsvert minna en stundum áður), Selma í þýska jólakjólnum með svuntu og allt.
Síðan var Elín að tilkynna komu sína og dætranna til landsins 3. febrúar!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.1.2008 | 22:34
Nýja hjólið mitt
Eða hefði allavegana verið til í eitt svona áðan. Fór nebla á hjólaæfingu (og það er í frásögur færandi því ég hef ekki farið síðan í byrjun desember, aðallega vegna þess að ég hef ekki komist en þau fáu skipti sem ég hefði komist var ég of þreytt!) og eins og færðin og mokstursstaðan á stígunum var kom ekki á óvart að sjá fleiri á gönguskíðum en reiðhjóli!
Og fann loksins skýringu á myndavandamálinu, búin með plássið mitt og þá bara hættir myndadæmið að fúnkera og lætur eins og það sé frosið! Frekar halló, nær að segja manni hlutina hreint út frekar en að fara svona á bak við mann... Keypti svo meira pláss á 500kall og nú fara alls konar æðislegar myndir að streyma inn, myndir af Völu í næsta þætti.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.1.2008 | 12:08
Forsíða Fréttablaðsins:
Óléttar konur mega púla
Og hættiði svo að nöldra í mér að vera ekki að djöflast þetta á hjólinu og lyfta eins og mér sýnist í ræktinni. Og svo má ég alveg gera mínar magaæfingar og hamast á fjöllum, jíhaa. Enda var ég í dandalagóðri fjallgöngu í gær (myndir síðar), er að vísu hundþreytt og ónýt í dag en jeg er skideligeglad og hananú.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.1.2008 | 17:26
"Af-kynvæðing" brjósta
Skil ekki alveg hvernig á að vera hægt að af-kynvæða brjóst, ég veit ekki betur en þau (brjóstin) hafi glatt karlmenn gegnum tíðina og það bendir ekkert til annars en að þau haldi því áfram. Allavegana var Ágúst alveg til í að sækja um stöðu í Sundsvall og fara að stunda sund (fékk reyndar illt augnaráð frá konunni sinni þegar hann missti þetta út úr sér) og svo er brilljant frétt á mbl.is þar sem segir m.a.:
Pétur Ingvarsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi í Hveragerði, segist ekki muna eftir reglum um baðfatnað kvenna í sundi. Þegar þær fara í sólbað fara þær oft úr að ofan," segir hann. Það hefur enginn viljað gera neitt í því, allavega ekki karlmenn."
Ég held að ég haldi bara áfram að nota mín brjóst "spari".
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.1.2008 | 20:09
Verð að fá mér sjónvarp
Var að horfa á imbann í ræktinni og komst að því að ég er gjörsamlega búin að missa þráðinn í gæding læt. Skandall.
Já og svo er böggur í tölvunni og ég get ekki sett inn myndir af Völu litla krútti, grump.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.12.2007 | 13:46
Um yndisleik ungbarna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.12.2007 | 10:47
Jólahugleiðing
Fyrst það sem máli skiptir: Ágúst fékk í skóinn en ekki ég. Ekki einu sinni kartöflu, mér líður svolítið eins og jólasveinninn hafi gleymt mér. Kannski það sé refsingin fyrir að ég sendi engin jólakort í ár, en í staðinn kemur hér jólakveðja:
Gleðileg jól kæru vinir og ættingjar nær og fjær!!
Síðan liggur við að ég þurfi að afsaka það að ég sé að nördast í tölvunni á aðfangadag, en það er bara frekar tómlegt í kotinu því Ágúst er að vinna, og það til kl 21 í kvöld og ég þarf að mæta kl 23 að spila í messu, glatað. En það verður þó ekkert tómlegt hér í kvöld því Pabbi, Haukur bró, tengdamamma og tengdapabbi og Hallveig systir Ágústar verða hjá mér í mat! Jólaöndin verður sko ekki óétin, óekki. En ég á enn þá eftir að búa til jólabúðinginn hennar mömmu, spennandi...
En síðan er komið að tilkynningu ársins:
Nýr fjölskyldumeðlimur í vændum!!
Og nei, ég er ekki að fara að fá mér nýtt hjól heldur eigum við von á barni í sumar, mjög fínu held ég meira að segja. En fiskisagan er nú löngu flogin þannig að það vita þetta kannski allir... Var í fyrstu mæðraskoðun fyrir viku og ljósmóðirin hlustaði á hjartsláttinn og sagði að þetta væri ábyggilega stelpa. Gaman að vita hvert ágiskunarhlutfallið er, 50%? Ágúst fylgdist reyndar vel með í 12 vikna sónar og sagðist ekki hafa séð neitt sem benti sérstaklega til að þetta væri strákur, en þetta var einmitt 12 vikna sónar, ekki beinlínis fullþroskað barn í maganum á mér! Þetta verður æsispennandi...
En nú er það jólabúðingurinn, gangi mér vel
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.12.2007 | 10:00
Vala Adriansdóttir Rüther fædd!

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)